Færsluflokkur: Dægurmál
Mánudagur, 18. maí 2009
Fagnaðarefni
Berlusconi ætlar að krækja í Adebayor | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 21. apríl 2009
Leiddir fyrir dómara
Krafa um varðhald til 12. maí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 20. apríl 2009
Skýrara verður það ekki!
Þarna er ekkert verið að fara í kring um hlutina, þarna er kúrsinn tekinn.
Við vitum ekki hvað verður í boði fyrr en við setjumst að samningaborðinu. Það er stóri sannleikurinn í þessu. Allar bollaleggingar um hitt og þetta eru tímaeyðsla.
Við fáum síðan að kjósa um afraksturinn, vonandi bara einu sinni. Tvennar kosningar eru bull að mínu mati, við þurfum ekki að ákveða í einum kosningum hvort við eigum að ganga til þessara viðræðna og gefa þannig kost á ýmsum hræðsluáróðri í hvora áttina sem er.
Á endanum er það síðan þjóðin sem fær þetta í hendurnar.
Er það ekki þannig sem við viljum hafa það?
ESB-viðræður í júní? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 18. apríl 2009
Afar sorglegt
Þetta er líklega ekki í fyrsta skiptið sem Eyjamenn lenda í þessu. Þar hefur Björn Einarsson verið að byggja upp eftirtektarvert starf og ÍBV er komið í hóp sterkustu yngriflokkaliða landsins. Það er afar svekkjandi að vera búin að undirbúa mót og gera allt klárt þegar meldingin kemur frá hinum liðunum að þau komist ekki.
Því miður er þetta svona víðar líka. KFÍ hefur oft lent í þessu sérstaklega á vorin og núna í vikunni kom það í ljós að Valsmenn gáfu leik sinn í unglingaflokki. Félög virðast sjá sér einfaldlega hag í því að spara ferðakostnað í síðasta leik, sem skiptir kannski engu máli. Þau fá síðan litla fjársekt hjá KKÍ sem er mun lægri en sem nemur ferðakostnaðinum.
Við hér á Tindastól lentum í messufalli um daginn hjá minnibolta stúlkna. Þá var búið að gera allt klárt fyrir mót hér á Króknum, en öll þátttökuliðin melduðu sig út og gríðarlega sárindi meðal heimastúlkna.
Stór ástæða fyrir þessu er sú að þessi svokölluðu vormót KKÍ, sem leikin eru í öllum riðlum nema A-riðli, þar sem Íslandsmótsumferð fer fram, eru ekki alvöru mót sem telja í Íslandsmótinu og því leggja félög og foreldrar minni áherslu á að senda lið í slík mót, sérstaklega þegar um langan veg er að fara. Á ársþingi KKÍ mun liggja fyrir tillaga um að breyta keppnisfyrirkomulaginu í þá veruna að leiknar verði fjórar umferðir í Íslandsmóti í öllum riðlum, ekki bara A-riðli og þá vona ég að þessu skrópi félaga linni.
Segir félögin ekki nenna til Eyja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 10. febrúar 2009
Held að við ráðum ekki við eitt né neitt
Því miður held ég að staðan sé þannig hjá okkur, sundurlyndið og traust á milli fólks það lítið að við náum aldrei að stíga sjálf út úr þessum vandamálum. Það er ekki nóg með að við glímum við afleiðingar fjármálakreppunnar og hrun hagkerfisins heldur þurfum við að horfa upp á innanhúsdeilur hjá okkur og það virðist sem ekki sé hægt að setja fókusinn á neinar aðgerðir fyrir fólkið í landinu vegna þess.
Ég held að við verðum á endanum að segja okkur á hreppinn, kalla eftir alvöru utanaðkomandi aðstoð sérfræðinga sem leitt geta okkur út úr þessum kröggum. Stjórnmálamenn fari í frí í 2-3 ár og við látum ekki bara utanþingsstjórn heldur utanlandsstjórn, halda hér um taumana þangað til við komumst upp úr þessu.
Hver dagur sem fer í kjaftæði og þvaður, þýðir mánuð í lengda kreppu í stóru myndinni.
Deilur á Íslandi valda skaða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 28. janúar 2009
Verð aðeins að ausa úr mér!!
Það var bara skelfilegt að horfa á mína menn í kvöld. Lið eins og Arsenal á ekki að vera með eins mikið af meðalmönnum í liðinu og raun ber vitni! Almunia, Denilson, Diaby, viðrinið SONG, Djorou, Eboue, Bendtner, allt meðalmenn og eiga ekki að sjást í svona stórklúbbi. Reyndar hefur Djorou verið að vaxa í vetur og gæti orðið slarkfær leikmaður.
Ég skil ekki hvað Wenger er að gera með Song í liðinu. Þvílíkt skelfilegur leikmaður, hallast að því að hann sé litblindur því hann sendir nær undantekningarlaust á andstæðingana. Ramsey er miklu, miklu betri leikmaður og ætti að vera þarna.
Diaby, veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja. HVerjir hafa verið að líkja honum við Vieira!!
Og hvar var Adebayor!! Djöfull var hann latur og lélegur.
Skelfilegt kvöld, vont að vera Arsenal maður í dag og nú bíður maður bara eftir bullinu í Wenger á morgun þar sem hann hrósar liðinu fyrir að hafa "special character" eða hvað hann kemur til með að segja.
Sorrý, ég er ekki glaður!!
Wigan og Liverpool skildu jöfn - Van Persie kom Arsenal til bjargar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 22. janúar 2009
Sigmundur Ernir eins og Bogi á RUV
Hefur verið þarna frá því að lengstu menn muna. Eitt af karaktereinkennum Stöðvar 2, hefur yfirbragð trúverðugs fréttamanns og -þular og vinalegur á skjánum. Tv-sófavinur, eigi ólíkur Boga á RÚV.
Ég held að þarna hafi Stöð2 tekið dýfu niður á við.
Fréttamenn hafa ekki sagt upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 22. janúar 2009
Búsáhaldabyltingin!
Janúarbyltingin hvað? Flauelsbylting hvað?
Við höfum hafið okkar eigin byltingu; Búsáhaldabyltinguna þar sem íslendingar kemja í potta og pönnur með sleifum og ausum!
Fámenn mótmæli við Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 22. janúar 2009
Vertu klókur Geir og myndaðu þjóðstjórn núna!!
Í ljósi þeirrar pressu sem komin er á stjórnarslit og mögulega nýja rauð-græna ríkisstjórn, hangir pólitískt líf Geirs Haarde á bláþræði.
Hann hefur einn leik 'i stöðunni; það er að mynda þj'oðstj'orn!!
Með því gæti hann mögulega friðað almenning fram að kosningum og um leið sett breiða pólítíska fylkingu á bak við þau viðfangsefni sem brýnt er að sinna samhliða kosningabaráttu.
Ef hann þverskallast við, er hann búinn að vera!
Táragasi beitt á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 12. janúar 2009
Pólitísk afglöp Guðlaugs
Það þarf að spara í heilbrigðiskerfinu, sameining stofnana er vissulega hluti kerfisins sem þarf að skoða. En afglöp heilbrigðisráðherra felast í því að hafa ekki samráð með hagsmunaaðilum á hverjum stað fyrir sig. Í slíku samráði gefst tækifæri til að ræða málin og jafnvel fitja upp á nýjum möguleikum.
Ég hef alltaf haft ágætt álit á Guðlaugi, en þarna setur hann niður, þarna sýnir hann valdhroka af verstu sort.
Samfylkingarfólk í Skagafirði mótmælir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Pælingar um ferða- og dægurmál
Tenglar
Ferðamál
Síður sem fjalla um ferðamál.
Bloggvinir
- Björgvin
- Björn Jóhann Björnsson
- Brynjar og Gurrý!
- Dunni
- Einar Bragi Bragason.
- Erla Einarsdóttir
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Gísli Torfi
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Gunnar Freyr Steinsson
- Heiðrún Björk Jóhannsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Rúnar Birgir Gíslason
- Sigurður Árnason
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Snorri Örn Arnaldsson
- Sólmundur Friðriksson
- Viktoría Rán Ólafsdóttir
- Þorleifur Ágústsson
- ÖSSI
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar