Færsluflokkur: Dægurmál
Fimmtudagur, 1. janúar 2009
Beið eftir þessari fyrirsögn
Það hlaut að koma að því að þessi fyrirsögn kæmi í einhverjum fjölmiðli, að þetta mótmælendapakk skuli væla og skæla yfir því að lögreglan hafi komið harkalega fram við það, eftir að búið var að skemma tækjabúnað fyrir Stöð 2 fyrir margar milljónir króna.
Er þetta heilalaust lið eða nýtur það þess hreinlega að standa í svona ruddalegum mótmælum?
Hvernig í ósköpunum er hægt að ætlast til þess að þegar búið er að skemma hluti, komi lögreglan og klappi þessu liði?
Gas Gas Gas á gamlársdag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 31. desember 2008
Þetta djöfuls mótmælendapakk er ekki að mótmæla fyrir mína hönd!
Nú keyrir um þverbak hjá þessu liði sem heldur að það sé að mótmæla fyrir hönd íslensku þjóðarinnar. Það er í góðu lagi að mótmæla og láta í sér heyra, en að skemma eigur annarra og sérstaklega þeirra sem eru þó að reyna að koma umræðunni til okkar í þessum skemmtilega áramótaþætti, er fyrir neðan allar hellur.
Algjörlega til skammar.
Beitti piparúða á mótmælendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 10. desember 2008
Nýstárleg fjáröflun
Það er alveg ótrúlegt hvað fólki getur dottið í hug.
Mér finnst þetta vera sorglega fyndið allt saman og eflaust hefur aðstandendum þótt þetta grátt gaman.
En fréttirnar af þessu andláti voru stórlega ýktar eins og mig minnir að Trausti veðurfræðingur hafi orðað það þegar hann átti að hafa látist - eða svo sagði almannarómur, sem lýgur vissulega ansi oft, þó orðatiltækið segi nú annað.
Auglýsti andlát samfanga síns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 28. nóvember 2008
Hverslags óráðsía er þarna? Landsbyggðin geldur.....
Mér finnst það alveg með ólíkindum að launakostnaður hafi aukist úr 700 milljónum í 1.800 milljónir á milli ára. Ég neita að trúa því að þarna sé aðeins um hefðbundnar launahækkarnir að ræða, en þarna eru einhverjir að mjólka ríkið með himinháum launum.
Og þegar niðurskurður er annars vegar, skal hann helst af öllu bitna á landsbyggðinni. Svæðisstöðvarnar hafa verið um margt sameiningartákn fyrir hinar dreifðu byggðir - eða í það minnsta tækifæri til að færa fólk saman á tilteknum svæðum, með misgóðum árangri þó og mér finnst það ámælisvert að hætta með svæðisútsendingarnar. Að ríkisstofnun skuli ganga fram fyrir skjöldu og skerða þjónustuna við okkur úti á landi er ekki boðlegt.
Ég held að Páll Magnússon sé vanhæfur til að stjórna RUV, í hans tíð hefur launakostnaðurinn vaxið alveg ótrúlega mikið og laun hans sjálfs verið í brennidepli. Held að byrja hefði mátt þar og hjá öðrum æðstu stjórnendum, þá hefði hugsanlega verið hægt að fækka uppsögnunum eitthvað.
En landslagið í fjölmiðlaumhverfinu hér á landi er að verða ískyggilegt, Árvakur í bullandi vandræðum og maður veit ekki hvert þetta stefnir.
Nú reynir á að héraðsfréttamiðlarnir standi sína vakt, haldi áfram að koma með fréttir af sínum svæðum og senda þær áfram á stóru miðlana. Ríkisvaldið ætti á móti þessum niðurskurði hjá RÚV og þjónustuskerðingu við landsbyggðina að taka þátt í að efla héraðsfréttamiðalana t.d. með því að kaupa þar auglýsingar og kaupa áskriftir handa þingmönnum sem dæmi.
700 milljóna sparnaður hjá RÚV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 24. nóvember 2008
Af hverju er þetta ekki reglulega gert?
Þar sem ég sit hérna og horfi á borgarafundinn úr Háskólabíói, velti ég því fyrir mér af hverju svona fundir séu ekki haldnir með reglulegum hætti, án þess að allt þurfi að fara hér í kaldakol?
Af hverju stöndum við borgarar þessa lands ekki betur að aðhaldi okkar gagnavart stjórnvöldum?
Þó við gagnrýnum fjölmiðla, stjórnmálamenn, útrásarvíkinga og hvað þetta nú er allt saman, eigum við líka að líta í eigin barm og spyrja okkur að því af hverju við stöndum ekki okkar vakt betur.
Það er auðvitað tilhneiging að sitja og njóta lífsins þegar allt er í himnalagi, en við borgararnir megum ekki skella skollaeyrum við því t.d. þegar hagfræðispekúlantar óháðir og óvilhallir stjórnvöldum opna munninn og vara við þeirri stöðu sem upp er komin hverju sinni. Þá eigum við að grípa í taumana, hittast og halda opna borgarafundi og koma okkar máli á framfæri.
Húsfyllir í Háskólabíói | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 21. nóvember 2008
Það vantar fólk í vinnu í Skagafirði!
Mitt í atvinnuuppsögnum vantar starfsfólk hér í Skagafjörðinn. Sjá nánar HÉR.
Einnig auglýsir sveitarfélagið eftir þroskaþjálfa og starfsmanni í búsetuúrræði fyrir fatlaða.
Starfshópur fylgist með áhrifum atvinnuleysis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 21. nóvember 2008
Hver er Jón Gunnarsson?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 28. október 2008
Er þetta næsti stjóri Arsenal?
Það væri nú ekki dónalegt að fá gömlu goðsögnina á Emirates (Ég sagði næstum við Highbury!), til að taka við stjórnartaumunum af Wenger þegar hann segir þetta gott.
Ég hef að vísu vissar efasemdir um að fótboltinn yrði jafn fagur undir stjórn Adams, en trúlega yrði enginn afgangur af því að menn leggðu sig fram og það er kannski það sem skiptir mestu máli.
En ég gleðst yfir því að þessi foringi Arsenal til margra ára skuli nú sestur í stjórastól og hver veit nema að leið hans eigi eftir að liggja aftur til baka, ef hann stendur sig strákurinn!
En eins og segir hér fyrir ofan: Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Tony Adams: Minn tími er kominn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 22. október 2008
Nú er maður formlega orðinn féhirðir
Já mikið rétt, í dag sóttum við Mundu okkar og fórum með hana í skottinu á bílnum (Patrol jeppa sko, svo að dýraverndunarsinnar missi sig ekki) upp í fjárhús til Erlu þar sem við höfum fengið að hafa gimbrarnar okkar. Erla gaf okkur eina gimbur og hún var umsvifalaust skírð Erla. Þannig að Erla og Munda eru kindurnar okkar. Erla er kollótt og fyrir ykkur latteliðið í Reykjavík þá þýðir það að hún hefur engin horn. Þetta var því ferð til fés í dag og ég er orðinn féhirðir.
Þarna eru þær Munda og Erla í nokkuð stórum hópi kinda og í lokaðri stíu bíður síðan voldugur hrútur eftir jólunum. Og það verða svo sannarlega jól hjá honum. Konan er hörð á því að setja litlu sætu gimbrarnar okkar undir hrútinn stóra og stæðilega. Mér finnst þær nú full ungar í það, en ég hef svo sem lítið vit á þessu. Hlakka þá bara til að fá nokkra lambaskrokka í kistuna að ári.
Í dag festi ég svo grind, sem á kindamáli heitir spil, í stíuna og þannig stækkuðum við stíuna sem gimbrarnar eru í. Alls eru sjö gimbrar í þessari stíu. Mundu var strax tekið all vel, hún var svöng og tók hraustlega til matar síns. Hún hlakkar eflaust til framtíðarinnar og þess fjölbreytta fæðis sem bíður hennar!
Mér sýndist kindurnar hafa það mjög gott þarna. En eins og vinkona mín fyrir vestan sagði, að þá er betra að kindurnar séu jákvæðar, því enginn vill hafa neikvætt eigið fé. Og mér sýnist að við komum til með að vera með jákvætt eigið fé, alla vega á fjórða ársfjórðungi.
Það skal tekið fram að ekki er um áhættufé að ræða eins og fréttir voru af um daginn, en það voru kindur sem klifruðu víst í klettum en það má eiginlega segja að þetta hafi verið lausafé þangað til við komum því í hús í dag.
Nú les ég markaskránna þegar ég fer að sofa á kvöldin. Okkar kindur eru með rifið aftan hægra og slitið framan vinstra. Ég markaði þær sjálfur. Annars er lítið að marka þessa markaskrá og hún setur alls ekki mark sitt á líf mitt í framtíðinni. Hvernig ætli þýsk mörk séu?
Orðasafn að lokum:
Gimbur - kind sem er nýhætt að vera lamb
Stía - verelsi kindanna
Kollótt - kind án horna
Spil - grind sem notuð er til að stúka stíuna af
Mark - einkennismerki sem klippt eru í eyru kindanna
Skot og mark - skýri það síðar
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 15. október 2008
Erum við að tala um að allir leikmenn fái greidd laun fyrir að spila?
Vilja vinna með stjórn Gróttu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Pælingar um ferða- og dægurmál
Tenglar
Ferðamál
Síður sem fjalla um ferðamál.
Bloggvinir
- Björgvin
- Björn Jóhann Björnsson
- Brynjar og Gurrý!
- Dunni
- Einar Bragi Bragason.
- Erla Einarsdóttir
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Gísli Torfi
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Gunnar Freyr Steinsson
- Heiðrún Björk Jóhannsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Rúnar Birgir Gíslason
- Sigurður Árnason
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Snorri Örn Arnaldsson
- Sólmundur Friðriksson
- Viktoría Rán Ólafsdóttir
- Þorleifur Ágústsson
- ÖSSI
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar