Færsluflokkur: Dægurmál
Miðvikudagur, 15. ágúst 2007
Þjónustuklúður vegna Sýnar2
Þessi farsi í kring um Sýn2 er nú að verða alveg kostulegur. Ég ætla ekki að fara út í verðið á þeirri ágætu stöð, er svo sem ekkert að kvarta yfir því þar sem við erum áskrifendur af Stöð2 og fáum því Sýn2 á um 2.700 krónur, sem mér finnst allt í lagi, heldur er það þjónustan sem ég vil ræða hér um.
Fyrir síðustu helgi lá það ljóst fyrir að við hér á Sauðárkróki gætum ekki náð hliðarrásum Sýnar2 í gegn um Digitalið. Í hringdi nú áðan í þjónustuverið og spurðist fyrir um hvenær úr því yrði bætt. Svarið var annars vegar það að það gæti orðið í þessari viku, en hins vegar að þetta yrði örugglega komið fyrir mánaðarmót.
Ég spurði þá hvort að maður fengi ekki afslátt af áskrift í ágúst, vegna þess að þeir gætu ekki staðið við það sem þeir lofa, en svarið var þá nei. Ástæðan fyrir því er sú sagði þjónustufulltrúinn sem ég talaði við, að ég hef það val að vera með þetta í gegn um ADSL sjónvarp símans. En til þess að það gangi þarf ég að láta kúga mig í viðskipti við Símann, en ég er nýbúinn að skipta öllum símum og neti heimilisins yfir í Vodafone. Þannig að ég sagði þessari ágætu stúlku að ég hefði ekki þetta val. Alveg sama sagði hún, það verður ekki gefinn neinn afsláttur á áskriftinni vegna þessa, þar sem þetta er alveg að koma.
Þannig að ég þarf að búa við skerta þjónustu, trúlega í heilan mánuð án þess að fá neinar bætur fyrir það. Þarna er komið verkefni fyrir Neytendastofu.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 14. ágúst 2007
Ja sko mína menn!!
Van Halen var mín uppáhaldshljómsveit á sínum tíma og alltaf hefur maður taugar til þeirra karla síðan. Eftir brotthvarf Davids Lee Roth gekk Sammy Hagar til liðs við hljómsveitina og gerði bara, að mér fannst, fína hluti með henni. Hann var öflugur söngvari og klassagítarleikari. Sögur sögðu að hann hefði hrökklast frá sveitinni þar sem hann var talinn hafa skyggt of mikið á gítarsnillinginn Eddie Van Halen, en ég veit ekki hvort eitthvað sé til í því.
Nú hefur Michael Anthony bassaleikari horfið á braut og sonur Eddies sem heitir því miðevrópska nafni Wolfgang Van Halen, tekið við slætti á bassann.
Það verður gaman að sjá þá karla á sviðinu aftur, spurning hvort þeir fylli leikvangana, veit ekki, en engu að síður mjög skemmtilegt að fylgjast með þeim á túrnum.
Van Halen saman á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 13. ágúst 2007
Víst hefur kalda sumarið ákveðna kosti
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 13. ágúst 2007
"Breyttur heimur", við ferðuðumst á okkar eigin ábyrgð!!
Eins og það er nú æðislegt og nauðsynlegt að líta upp úr daglegum verkefnum og komast í frí, er alltaf hreint lang best að komast aftur í rútínuna sína.
Við komum heim frá Köben á laugardaginn eftir æðislega daga þar undanfarið.
Frasi ferðarinnar "Breyttur heimur" kom upp í hendurnar á okkur við brottför út Leifsstöð. Eins og allir vita er ekki nauðsynlegt að hafa vegabréf meðferðis þegar maður ferðast á milli norðurlandanna þó það sé vitaskuld æskilegt. Við hjónin ferðuðumst í fyrra til Stokkhólms á debetkortunum okkar án þess að neinar athugasemdir væru gerðar.
Við innritun í Leifsstöð í síðustu viku, tók á móti okkur roskin kona í bási Iceland Express. Sú var nú ekki á því að helypa okkur í gegn á debetkortunum okkar og krafðist þess að við hefðum önnur skilríki við höndina. Við mölduðum í móinn og sögðum að það nægði að vera með skilríki með mynd og það höfðum við sannarlega. Hún þráaðist við og sagði við okkur að það væri nú breyttur heimur sem tæki á móti okkur þarna úti og hann væri nú sannarlega ekki sá sami og hann var fyrir ári síðan. Þetta þótti okkur skondið og ekki síst hvernig hún talaði í umvöndunartón við okkur eins og við hreinlega fylgdumst alls ekki neitt með stöðu heimsmála.
Hún ætlaði sannarlega að negla okkur með því að hringja í öryggiseftirlitið, gerði það og þar var henni greinilega sagt að þetta væri allt í lagi. Hún varð þó að bjarga andlitinu, ekki gat hún alveg gefið okkur iðagrænt ljós á þetta eftir að hafa sagt okkur frá þessum breytta heimi. Þegar hún lagði símtólið á aftur, sagði hún með all nokkru þjósti; "ja þið gætuð lent í vandræðum hérna uppi, en þið verðið að hafa það á hreinu að þið ferðist algjörlega á ykkar eigin ábyrgð!!!!"
Þetta þóttu okkur tíðindi, við sem héldum að svona dagsdaglega þegar fólk er að fara á milli landa, að það ferðaðist á sína eigin ábyrgð, en þetta gerði okkur líka ljóst að í fyrra áður en heimurinn breyttist svona svakalega, ferðuðumst við á ábyrgð Iceland Express hlýtur að vera.
En þess ber að geta að við fengum hvergi athugasemdir við þetta fyrirkomulag, hvorki í öryggisgæslunni í Keflavík, eða innrituninni á Kastrup á leiðinni heim.
Þess má geta að þessi ágæta kona gerði ferð okkar innihaldsríkari fyrir vikið, því frasinn "þetta er nú breyttur heimur" var margbrúkaður í Damörku við hin ýmsustu tilefni.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 3. ágúst 2007
Til kóngsins Köben
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 3. ágúst 2007
Sigurður Kári hefur "samúð" með landsbyggðinni, hann er góður maður
Mikið var nú hressilegt að sjá í Fréttablaðinu í morgun að Sigurður Kári hefur samúð með okkur landsbyggðarfólki. En ekki nær þó samúð hans lengra en það að hann segir orðrétt; "Ég er þeirrar skoðunar að sömu leikreglur eigi að gilda í atvinnurekstri á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu".
Það þýðir þá líklega að hann er tilbúinn að jafna flutningskostnað fyrirtækja á landsbyggðinni, því aðeins þannig standa framleiðslufyrirtæki á landsbyggðinni jafnfætist fyrirtækjum í Reykjavík. Hann vill kannski beita sér fyrir því að ríkið lækki bensíngjöldin úti á landi svo við getum keypt okkur bensín á sama verði og er í Reykjavík?
Eða eru þetta kannski of sértækar aðgerð til að hann gæti samþykkt það?
Hvað vill Sigurður Kári gera? Jú hann vill leggja Byggðastofnun niður og þá líklega atvinunþróunarfélögin í landinu sem njóta styrkja og stuðnings hennar.
En kommon hann hefur samúð með okkur, þá er þetta allt í lagi. En hann hefur líka samúð með skattgreiðendum segir hann. Það er nú gott að hann hafi samúð með landsbyggðinni og líka skattgreiðendum. En mig minnir að ég borgi líka skatta af mínum launum, ég þarf bara að athuga það betur, þá hef ég tvöfalda samúð Sigurðar Kára. Mikið er það nú gott.
En hvað vill Sigurður Kári gera fyrir okkur landsbyggðarfólkið sem hann hefur svo mikla samúð með?
Það væri gaman að heyra það. Það eru örugglega brilliant hugmyndir.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 2. ágúst 2007
Atvinnurógur gegn Loga
Það er ótrúlegt að fylgjast með málefnum Loga Ólafssonar knattspyrnuþjálfara þessa dagana og fjölmiðlar hafa farið hamförum í umfjöllun sinni um hvort hann hafi næg réttindi til þess að þjálfa lið í fyrstu deild. Má líkja þessu við atvinnuróg af verstu gerð.
Það eina sem KSÍ hefur gefið út er að KR eigi eftir að skila inn gögnum um málið og að Logi eigi eftir að senda inn upplýsingar um menntun sína. Í frétt í Mogganum í morgun um málið má lesa þetta;
"Hann sagði að í rauninni vantaði Loga ekkert annað en að senda inn gögn um þá menntun sem hann hefði sem þjálfari því hann væri í rauninni búinn að taka þau námskeið sem til þyrfti og sagðist Ómar ekki búast við öðru en að málið yrði leyst farsællega." Þarna er verið að vitna í Ómar Smárason leyfisstjóra hjá KSÍ. Þarna segir hann að Logi sé búinn að taka þessi námskeið og aðeins sé beðið eftir gögnum um málið.
Jafnvel gekk sport.is svo langt að birta frétt um málið á vefsíðu sinni með fyrirsögninni:"Logi Ólafsson ekki með þjálfararéttindi" Hvurslags fréttamennska er þetta, þarna er verið að slá því upp að Logi sé ekki með nein þjálfararéttindi.
Fjölmiðlar hafa margir hverjir farið offari í þessu svo jaðrar við atvinnuróg. Við skulum bíða og sjá hverjar lyktir málsins verða þegar öll gögn hafa verið innsend og KSÍ búið að fara yfir málin.
Logi tæknilegur ráðgjafi"? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 1. ágúst 2007
Garnett kominn í hús!!
Búið að ganga frá þessu, Kevin Garnett hefur gengið til liðs við stórveldið og nú fara hlutirnir að gerast!! Sjá nánar hér.
Framtíðin hefur ekki verið svona björt síðan Larry Bird hætti.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 31. júlí 2007
Garnett til stórveldisins?
Þau tíðindi berast úr NBA að Boston Celtics, stórveldið, og Minnesota Timberwolves séu við það að ganga frá leikmannaskiptum milli félaganna sem senda Kevin Garnett í stórveldisátt og Al Jefferson, eina helstu vonarstjörnu liðsins, ásamt fleiri leikönnum og valréttum, til Minnesota.
Þessar vangaveltur voru uppi í kring um nýliðavalið og sýndist þá sitt hverjum. Garnett sjálfur tók þá af skarið og sagði þvert nei við þeim vistaskiptum. Boston var einnig ekki alveg tilbúið í að senda Jefferson frá sér, enda stráksi gríðarlegt efni, aðeins 22 ára og á framtíðina fyrir sér.
En eitthvað hefur breyst undanfarið. Líkur leiða að því að tilkoma Ray Allen hjá stórveldinu hafi gert liðið áhugaverðara í augum Garnetts og að hann sjái sjálfan sig í sterkum hópi leikmanna eins og Ray Allen og Paul Pierce.
Það er líkla talið að nú sé verið að ræða langtímasamning Garnetts og að hann muni réttlæta skiptin á Jefferson en fyrr í sumar var talið að Boston hefði enga tryggingu fyrir því að Garnett yrði lengur en eitt ár og það er auðvitað óásættanlegt að senda ungstirni í skiptum fyrir aðeins eitt ár.
En verði þetta raunin og með því að fleiri leikmenn fari í vesturátt, hefur Boston aðeins níu leikmenn á leikmannalistanum sem verður að telja 12 leikmenn við upphaf tímabilsins. Til reynslu eru hjá þeim núna Gabe Pruitt og Glen Davis sem þeir völdu í annarri umferð nýliðavalsins, en sá síðarnefndi hefur vakið athygli í sumardeildunum þar úti.
En með Garnett innanborðs til lengri tíma, fer liðið úr því að vera ungt, efnilegt botnlið, í það að verða lið sem raunverulega getur farið að keppa að sæti í úrslitakeppninni og jafnvel austurdeildartitli.
En við sjáum til, hugsanlega verður Garnett á fjölunum 2009 þegar ég áforma mína fyrstu pílagrímaferð til Boston!!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 26. júlí 2007
KFÍ með fimm útlendinga næsta vetur - metnaður eða fífldirfska?
Jæja þá eru KFÍ-menn að styrkja sig enn meira með fimmta útlendingnum. Ljóst að liðið þeirra verður firnasterkt og þeir eru stórhuga Ingólfur og vinir mínir fyrir vestan. Eitthvað hlýtur þetta að kosta.
Eða hvað?
Þarna verður slegið met í fjölda erlendra leikmanna í einu körfuknattleiksliði á Íslandi og það er áhugavert að skoða þetta í sögulegu samhengi, því ég minnist þess ekki að fleiri útlendingar en þrír hafi verið í íslensku körfuknattleiksliði, eða kannski fjórir í einhverjum undantekningartilfellum.
Ef allir þessir leikmenn væru með 150 þúsund á mánuði í 7 mánuði, erum vð að tala um bara launakostnað upp á meira en 5 milljónir. Þá á eftir að greiða ferðakostnað sem er ekki lítill. En ég hef líka heyrt að flestir þessara karla séu án launa frá félaginu og komi fyrir atvinnu og húsnæði.
Er þetta metnaður eða fífldirfska?
Ég bið fólk að taka þessum vangaveltum ekki illa, það er ekki meiningin að skjóta á einn eða neinn, en hérna erum við vissulega að tala um kaflaskil í íslenskri körfuknattleikssögu sem vert er að ræða aðeins um og skoða. Það sem vekur kannski mesta athygli er að þetta er lið í 1. deildinni. Sambönd sem félagið hefur fengið í gegn um frábæran þjálfara sinn Borce Ilievski eru ómetanleg og það sannast þessa dagana.
En hvað rekur félög til að fara þessa leið?
Er þetta svar landsbyggðarliða við fólksflótta og litlum vilja íslenskra leikmanna til að koma út á land og spila? Það hefur oft verið talað um að landsbyggðarlið eigi auðveldara með að ná í styrki og koma þau til með að nota þessa styrki í auknum mæli til að fá leikmenn að utan?
Hér á Sauðárkróki er svipaða sögu að segja, fáir leikmenn og þörf á að styrkja hópinn og bæta við leikmönnum. Íslenskir leikmenn tregir til að koma, það þykir ekki lengur spennandi að fara út á land að spila. Hingað hafa komið landsþekktir leikmenn í gegn um tíðina eins og Valur Ingimundarson, Pétur Guðmundsson, Páll Kolbeinsson, Sverrir Þór Sverrisson, Pétur R Guðmundsson og fleiri, en þetta er liðin tíð. Á Ísafjörð fóru leikmenn eins og Guðni Ólafur Guðnason, Hrafn Kristjánsson, Ósvaldur Knudsen, Ólafur Jón Ormsson, Halldór Kristmannsson, Sveinn Blöndal og fleiri snillingar.
Hver er ástæðan? Er það neikvæð umræða um landsbyggðina sem hefur áhrif á þetta? Eða sækja ungir leikmenn nám af meira kappi en áður þekktist og vilja því vera í hringiðu þess í háskólum í Reykjavík?
Í mínum huga er það orðin standard lausn að hafa þrjá erlenda leikmenn. Og ég skal ganga lengra og segja mína skoðun á því hvernig leikmenn það eiga að vera; evrópskur leikstjórnandi, evrópskur miðherji og fjölhæfur kani. En það er önnur saga.
Heilt byrjunarlið af útlendingum eru vissulega tíðindi, en körfuboltinn er mjög glóbalíseruð íþrótt og í velmegun okkar íslendinga er ekki ólíklegt að hingað komi leikmenn hreinlega í leit að betra lífi. Körfuknattleiksfélög eiga að grípa gæsina að mínu mati en gleyma samt ekki því sem skapar þetta allt; barna- og unglingastarfinu!! Það er efni í annan pistil.
Það verður fróðlegt að fylgjast með þessu fyrir vestan, það verður gaman að sjá hvað t.d. Tindastóll verður með marga útlendinga næsta vetur og hver þróunin verður almennt hjá landsbyggðarliðum á næstu árum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Pælingar um ferða- og dægurmál
Tenglar
Ferðamál
Síður sem fjalla um ferðamál.
Bloggvinir
- Björgvin
- Björn Jóhann Björnsson
- Brynjar og Gurrý!
- Dunni
- Einar Bragi Bragason.
- Erla Einarsdóttir
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Gísli Torfi
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Gunnar Freyr Steinsson
- Heiðrún Björk Jóhannsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Rúnar Birgir Gíslason
- Sigurður Árnason
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Snorri Örn Arnaldsson
- Sólmundur Friðriksson
- Viktoría Rán Ólafsdóttir
- Þorleifur Ágústsson
- ÖSSI
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar