Færsluflokkur: Dægurmál
Miðvikudagur, 19. september 2007
Listinn góði
Þeir sem taka mark á þessum FIFA lista geta nú tekið gleði sína á ný því landsliðið okkar stekkur nú upp um 37 sæti og upp í það 80.
Margir sem gagnrýnt hafa landsliðið hafa bent á þennan lista og talið það fyrir neðan allar hellur hvað liðið hefur verið neðarlega. Gaman að sjá hvað þeir segja núna.
En þetta er staðfesting um skref í rétta átt og hvað ef Ísland hefði unnið Spánverjana eins og lengi leit út fyrir?
Gott mál og sýnir að Jolli er að ná að berja menn saman og sýna þann baráttuvilja sem íslensk landslið þurfa á að halda.
Ísland upp um 37 sæti á lista FIFA | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 17. september 2007
Búið að laga vitleysuna í stigatöflunni
Stigataflan í ensku deildinni var eitthvað vitlaus í fjölmiðlum í síðustu viku, en nú er búið að laga hana aftur.
Arsenal er komið á toppinn!
Wenger: Mikill vilji og kraftur hjá mínum mönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 14. september 2007
Sko bara allt að gerast í þessum töluðu orðum!!
Samkeppniseftirlitið fer ekki inn í fyrirtæki nema með rökstuddan grun um eitthvað misjafnt. Aðferðir þeirra á Skaganum eru til þess fallnar að varpa grunsemdum á fyrirtækið frá okkur neytendum séð. Hvað fram fer bak við tjöldin veit ég ekki, en fákeppni á þessu sviði er grafalvarleg.
Samkeppniseftirlitið gerir húsleit hjá Lyfjum og heilsu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 14. september 2007
Óli Adda í slag á Skaganum!
Ólafur Adolfsson lyfsali á Akranesi hefur sagt vinnubrögðum Lyfja og heilsu stríð á hendur. Hann opnaði sitt eigið apótek á Skaganum fyrr á þessu ári og það var ekki að spyrja að samkeppnisaðilanum, lyfsölukeðjunni Lyfi og heilsu, þeir lækkuðu verð á lyfjum á Akranesi og aðeins þar.
Engum dylst hvað vakir fyrir þeim, auðvitað vilja þeir losna við Óla út af markaðnum á Akranesi til að geta haldið einokunarstöðu sinni þar, en það er mat margar að lyfsölukeðjurnar tvær, skipti landinu með sér, að um það sé þegjandi samkomulag um að þessir aðilar skipti bróðurlega á milli sín þeim stöðum sem ekki þola samkeppni vegna smæðar markaðar.
En við sem þekkjum Óla vitum að hann deyr ekki ráðalaus, framganga hans á knattspyrnu- og körfuknattleiksvellinum sýndi fram á mikið keppnisskap og styrk og það kemur honum til góða í þessu tilviki. Hann auglýsti í héraðsfréttablaði Vesturbæinga í Reykjavík, þar sem Lyf og heilsa starfa einnig, og spurði hvort að þeir væru að niðurgreiða lyf fyrir Skagamenn. En að sjálfsögðu hefur lyfsölukeðjan ekki lækkað verðið til Vesturbæinga, því þeir sitja þar einir að kjötkötlunum. Auk þess að vekja athygli fólks á þessu, býður hann Vesturbæingum að fá lyfin heimsend á Akranesverðum. Krókur á móti bragði hjá Ólafi og hvers eiga viðskiptavinir lyfsölukeðjunnar að gjalda, að horfa upp á Skagamenn kaupa lyfin sín allt að 76% ódýrara heldur en þeir.
Fyrr á þessu ári kom fram í viðtölum við fyrrum lyfsöluaðila, sem voru í einkarekstri, hvaða vinnubrögð stóru lyfsölukeðjurnar notuðu til að kaupa apótekin af þeim í mörgum tilfellum og var oft um hótanir og svínbeygingar að ræða.
Ég hvet Skagamenn til að fylkja sér um viðskipti við Apótek Akraness og hætta að láta bjóða sér þessa viðskiptahætti sem tíðkast á einokunarsvæðum lyfsölukeðjanna. Vonandi verður þetta til þess að fleiri baráttuhundar eins og Óli láti til skarar skríða og komi upp apótekum til höfuðs stóru keðjunum og lækki verðið til hagsbóta fyrir neytendur. Þá reynir á okkur neytendur að versla þar sem lyfin eru ódýrust og styðja einkaframtakið í baráttu við stóru keðjurnar.
Sumir kunna að líta á þetta sem baráttu Davíðs og Golíats, Óli var þekktur fyrir að bera höfuð og herðar yfir andstæðinga sína á vellinum, enda höfðinu hærri en þeir flestir, grimmur í tæklingum og mikill foringi. En öll vitum við að Davíð sigraði Golíat og með stuðningi íbúa Akraness og nágrennis (og kannski Vesturbæinga líka!) gæti það alveg orðið niðurstaðan að þessu sinni og bara vonandi.
Áfram Óli!!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 6. september 2007
Samspil banka og tryggingafélaga
Ég hætti mér nú varla inn á brautir viðskiptalífsins og hræringanna þar, en langar samt að koma inn á einn vinkil þar.
Ég er með mín bankaviðskipti í Glitni, sem staðsettur er á Ísafirði. Glitnir keypti einhverntímann stóran hlut í Sjóvá. Við viðskiptavinir fengum að vita af því og í þessu samspili var boðið upp á góð kjör á tryggingum væri fólk í viðskiptum við Glitni.
Við létum til leiðast og skiptum yfir í Sjóvá. Gylliboðin hurfu síðan árið eftir, því Glitnir seldi hlut sinn í Sjóvá og við erum aftur að skipta yfir í gamla góða VÍS, sem by the way, er með sterk tengsl við Kaupþing og þar sem konan er í viðskiptum þar, fáum við geggjuð tilboð á tryggingum fyrir vikið.
Nú berast af því fréttir að Glitnir hafi keypt umtalsverðan hlut í Tryggingamiðstöðinni. Nú bíð ég spenntur eftir því að sjá hvort að ég fái bréf eða hringingu frá sölumanni Tryggingamiðstöðvarinnar þar sem mér er boðið, af því að ég er viðskiptavinur Glitnis, að flytja mínar tryggingar yfir í Tryggingamiðstöðina á alveg geggjuðum kjörum. Það er bara mjög trúlegt að það gerist.
En staðan er þessi; Banki kaupir tryggingafélag, tryggingafélag býður viðskiptavini bankans tryggingar á geggjuðum kjörum, viðskiptavinur skiptir yfir, bankinn selur tryggingafélagið, tryggingarnar hækka aftur og viðskiptavinurinn fer aftur til gamla tryggingafélagsins!!
Þetta er náttúrlega algjört rugl. Eða erum við viðskiptavinirnir bara svona vitlausir að hlaupa á eftir þessu?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 30. ágúst 2007
Stórkostlegur sigur!
Það er ekkert flóknara en það að leikur íslenska landsliðsins í körfuknattleik í gærkvöldi er ein albesta frammistaða landsliðsins í háa herrans tíð og að sigra þetta gríðarsterka lið frá Georgíu er mikið afrek.
Lokamínútan sýnir enn einu sinni hvað margt getur gerst á stuttum tíma í körfubolta. 3 stig undir þegar 5 sekúndur eru eftir og vinna með einu, segir allt sem segja þarf.
Ég vil hrósa RUV fyrir að senda leikinn beint út á netinu. Körfuknattleikshreyfingin hér á Íslandi hefur verið í fararbroddi íþróttagreina við nýtingu netsins í sínu starfi. Á síðustu árum hafa félagslið tekið upp þann sið að senda heimaleiki sinna liða beint út á netinu og er það hreint frábær nýjung. Að RUV skuli síðað fylgaj í kjölfarið og senda leikinn út með þessum hætti er hrein snilld. Leikurinn var svo sýndur í heild sinni í lok sjónvarpsdagskrár í gær en þá voru morgunhanar eins og ég farnir að sofa.
Það sem mér fannst einkenna leik íslenska liðsins í gær var gríðarlega sterk liðsheild, agaður leikur og mikil barátta. Lítið var um léleg og ótímabær skot og varnarleikurinn hreint frábær gegn hinum frábæra Zaza Pachulia miðherja Altlanta Hawks í NBA-deildinni. Íslensku tröllin Friðrik Stefáns og Fannar Ólafs - sem braut reyndar tönn í leiknum, komu þessum ljómandi góða leikmanni hvað eftir annað í vandræði og hann skoraði aðeins úr 33% skota sinna í leiknum.
Hetjan sjálf Jakob Sigurðarson átti frábærar lokamínútur og þetta skot verður lengi í minnum haft og ekki síst gríðarleg barátta þeirra Fannars Ólafssonar og Loga Gunnarssonar í aðdraganda þess.
Frábært hjá landsliðinu og við skulum athuga það að í liðið vantaði tvo bestu leikmennina að mínu mati, þá Jón Arnar Stefánsson og Hlyn Bæringsson.
Til hamingju KKÍ! Bendi á skemmtilega umfjöllun á þeirra síðu hér hjá tölfræðtröllinu Óskari Ófeigi.
Til hamingju RÚV fyrir ykkar framlag! Netútsendingin var snilld.
Til hamingju körfuboltafólk á Íslandi!
Ævintýraleg sigurkarfa Jakobs tryggði Íslendingum sigur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 29. ágúst 2007
Í morgun var litið á mig eins og geimveru!
Íbúar Sauðárkróks vissu ekki hvaða á sig stóð sunnanáttin, þegar torkennileg vera, haldandi á stöng, gekk um götur bæjarins á leið til vinnu sinnar. Misstu margir stjórn á bílum sínum, aðrir stoppuðu til að virða þetta undur fyrir sér á meðan svefndrukknustu menn götunnar glaðvöknuðu.
Var engu líkara en menn hafi sjalda séð annað eins.
En regnhlífin mín sannaði enn einu sinni tilverurétt sinn.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 28. ágúst 2007
Haustið er tíminn
Ég er mikill haustmaður.
Mér finnst haustið vera fallegasti og besti árstíminn. Þá einhvern veginn kviknar allt líf að nýju. Það fer að dimma á kvöldin, það kemur ferskur andvari í loftið, himininn verður stjörnubjartur, sjónvarpsdagskráin verður betri, regla kemst á heimilislífið aftur eftir sumarið, krakkarnir spenntir að byrja í skólanum, umferðaröryggismál nálægt skóla eru í algleymingi, nagladekkjaumræðan hefst senn, berjatínslan stendur í hámarki, ljótu kvartbuxunum er lagt, helgarnar verða rólegri heima við, mogginn verður innihaldsríkari, körfuboltinn fer að hefjast og svona mætti lengi telja.
Við ætlum að skella okkur í smalamennsku um næstu helgi, taka slátur að gömlum og góðum sið síðar í haust og búa til berjalíkjöra.
Svona er lífið í sveitinni......................
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 20. ágúst 2007
Ráðherra: „Olíuhreinsunarstöð óraunhæf“
Fyrst ríkisstjórninni er svona mikið í mun að halda sig innan Kyoto-samninga, þá er henni í lófa lagið að endurskoða umsóknir framtíðar álvera um losunarkvóta til að olíuhreinsunarstöðin fyrir vestan geti orðið að veruleika, atvinnulífi og mannlífi þar til heilla.
Það vantar úrræði fyrir vestan, nú er tækifærið til að sýna það í verki að mönnum sé virkilega alvara um lausnir á vandamálum þar. Greiða götu olíuhreinsunarstöðvar, það er nóg komið að sértækum úrræðum annarra landshluta og nóg komið af álverksmiðjum á suðvesturhorninu.
Iðnaðarráðherra vill að íslendingar fari að leita að olíu, það væri nú hjákátlegt að ef hún fyndist í vinnanlegu magni, en við bara gætum ekki tekið við henni og unnið hana því við hefðum ekki losunarkvóta til þess.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 20. ágúst 2007
Stuðmenn stálu senunni!
Stuðmenn sýndu heldur betur á föstudagskvöldið að þeir kunna ennþá að koma landanum á óvart og koma fram með frumlega uppsetningu sveitarinnar.
Hljóðgervlauppsetning þeirra fannst mér frábær og rafmagnstrommurnar sem Ásgeir spilaði á setti skemmtilegan blæ á tónlistina. Þá skemmdu búningarnir sannarlega ekki fyrir, en eitt af því skemmtilegasta sem maður upplifið á Stuðmannaböllunum hér í denn, voru þessi búningaskipti þeirra 2-3 sinnum á balli.
Þarna gengu Stuðmenn í endurnýjun lífdaga og sýndu svo ekki verður um villst að þeir geta ennþá komið okkur aðdáendum sínum í opna skjöldu.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Um bloggið
Pælingar um ferða- og dægurmál
Tenglar
Ferðamál
Síður sem fjalla um ferðamál.
Bloggvinir
- Björgvin
- Björn Jóhann Björnsson
- Brynjar og Gurrý!
- Dunni
- Einar Bragi Bragason.
- Erla Einarsdóttir
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Gísli Torfi
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Gunnar Freyr Steinsson
- Heiðrún Björk Jóhannsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Rúnar Birgir Gíslason
- Sigurður Árnason
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Snorri Örn Arnaldsson
- Sólmundur Friðriksson
- Viktoría Rán Ólafsdóttir
- Þorleifur Ágústsson
- ÖSSI
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar