Færsluflokkur: Dægurmál
Mánudagur, 25. júní 2007
Vannýtt mannvitsbrekka
Loksins hafa menn opnað augun fyrir því að David Beckham getur bjargað heiminum með knattspyrnunni.
Það hlaut að koma að þessu!!
Legg til að Dennis Rodman verði fenginn til að halda næsta fyrirlestur í þessum ágæta háskóla.
David Beckham flytur háskólafyrirlestur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 21. júní 2007
Ein gömul saga úr brannsanum
Við Herramenn vorum eitt sinn að spila á balli í Búðardal að mig minnir. Við áttum oft fín böll í Dölunum og á Ströndum. Yfirleitt hvar sem við vorum að spila rötuðu inn á böllin náungar sem vor í leðurdressi frá toppi til táar, sítt hár, eyrnalokka og voru þessar týpísku þungarokkaratýpur. Þeir stilltu sér gjarnan upp aftarlega í salnum og horfðu með mikilli vanþóknun á þessa léttpoppuðu danshljómsveit. Oftar en ekki komu þessir náungar upp að sviðinu og báðu um svakalega hevímetal óskalög sem við sjaldnast gátum orðið við. Fengum yfirleitt kalt augnaráð fyrir vikið frá þessu piltum.
En aftur að ballinu í Búðardal. Það komu inn tveir svona hevímetalgæjar, í leðurjökkum og með allar græjur, hölluðu sér upp að súlu á dansgólfinu og mældu okkur út. Við hugsuðum allir, að nú væri þess ekki langt að bíða að þeir spígsporuðu að sviðinu og bæðu um óskalag, eflaust með Metallicu eða slíkum sveitum.
Jújú, það stóð á heima, þeir komu upp að sviðinu á milli laga, kölluðu í Stjána og báðu um óskalag. Fullur tortryggni sagði Stjáni það auðsótt mál ef við gætum spilað það. Sjáum við síðan hvað mikill undrunarsvipur færist yfir andlit Stjána sem síðar breytist í breitt bros og hlátur. Lagið sem þeir þungarokksbræður báðu um var "Lóa litla á Brú"!!!
Við tókum það að sjálfsögðu og þeir félagarnir flösuþeyttu sem aldrei fyrr.
Svona var nú þetta.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 21. júní 2007
Gagnaveita Skagafjarðar í risastórt verkefni
Þetta er fyrirtækið sem ég vinn hjá. Ég réðst til starfa sem verkefnastjóri um síðustu áramót og við erum að fara að hleypa af stokkunum stóru og umfangsmiklu verkefni sem hefur það markmið að koma Skagfirðingum í fremstu röð í möguleikum á nýtingu upplýsingatækni.
Nú á næstunni munum við hefja framkvæmdir við lagningu ljósleiðara inn á hvert heimili á Sauðárkróki. Samhliða því ætlum við að byggja upp háhraðatengingar í dreifbýli Skagafjarðar og tengja þessi tvö kerfi saman.
Þetta er mjög stórt verkefni sem keyrt verður í gegn á næstu tveimur árum og það er virkilega spennandi að taka þátt í þessu.
Vinir og ættingjar hafa spurt mig mikið um þetta verkefni og ef þið viljið fræðast nánar um það þá getið þið heimsótt heimasíðu Gagnaveitu Skagafjarðar á slóðinni www.skv.is/gagnaveita
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 19. júní 2007
Svabbi á afmæli í dag
Jæja þá er kvenréttindadagurinn runninn upp. Hann er mér persónulega nú ekki minnisstæðastur fyrir það heldur í dag á Svavar vinur minn Sigurðsson afmæli. Hann er 38 ára í dag. Hann er ostameistari í Mjólkursamlagi Skagfirðinga, skrautfiskaræktandi og meindýraeyðir, fer vel saman er það ekki? Svavar á trillu og mótorhjól og líka stóra og yndislega fjölskyldu.
Ég gæti ritað hér heillanga afmælisfærslu til heiðurs afmælisbarninu, enda frá mörgu að segja, en læt það vera að þessu sinni. Til hamingju með daginn elsku karlinn minn.
Ég á slatta af myndum af Svabba, set þær kannski inn síðar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 15. júní 2007
Alveg ótrúlegt
Ég trúði vart mínum eigin augum í morgun þegar ég renndi yfir moggann með morgunkaffinu.
Sigmundur Steinarsson, einn helsti vörður handknattleiksins meðal fjölmiðlamanna á Íslandi, kemur þar sínum persónulegu skoðunum á framfæri um heiðursformann HSÍ á heilli síðu.
Fínt að hafa útbreitt morgunblað til að að koma svona persónulegum skoðunum á framfæri.
Af hverju bloggar maðurinn ekki eins og við?
Fyrirgefðu – Jón Hjaltalín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 11. júní 2007
Samvinna skóla og íþróttahreyfingar
Ég er ákafur talsmaður þess að skólar - sér í lagi grunnskólar, og íþróttahreyfing taki upp mun meira samstarf en nú er. Þegar er farið að örla á þessu samstarfi í framhaldsskólum og þá á afreksstigum en það eru samskipti grunnskóla og íþróttahreyfingar sem þarf að skoða betur að mínu mati.
Aga- og hegðunarmál
Ég hef tjáð mig á opinberum vettvangi um samstarf þessara aðila er lýtur að aga- og hegðunarmálum. Í mörgum skólum er að finna ýmsar áætlanir um viðbrögð við einelti og hegðunarvandamálum og er það vel. En þegar krakkarnir sem þátt taka í svona prógrammi koma út úr skólanum og fara á íþróttaæfingar, er þessum málum lítið sem ekkert fylgt eftir. Sá aðili sem fyrir einelti verður er í skólanum í vernduðu umhverfi, en um leið og hann kemur t.d. á íþróttaæfingu er enginn sem fylgir málunum eftir það. Auðvitað eru til undantekningar á þessu og sumir þjálfarar líta þessi mál alvarlegum augum, en ég held að það sé því miður undantekning að þeir vinni sín agamál í takti við það sem gerist í skólanum.
En í hvaða stöðu setur þetta krakkana þegar þau starfa eftir stífu prógrammi í skólanum en missa síðan þetta utanumhald þegar þau koma á íþróttaæfingu? Það gæti sett suma einstaklinga í ákveðin vandræði, sér í lagi þá sem þurfa á ákveðnum ramma að halda.
Hér þurfa þessir tveir aðilar að samræma vinnu sína, því það er ekki nóg að krakkar búi við þessar reglur í skólanum, þau þurfa einnig á því að halda í sínum tómstundum, í raun hvort sem um ræðir íþróttastarf eða annað tómstundastarf.
Skólaíþróttir - íþróttaæfingar
Annað sem ég tel að eigi að skoða í samvinnu þessara aðila, er hvort þörf sé á því að láta krakka sem stunda æfingar hjá sínu íþróttafélagi 3-5 sinnum í viku, jafnvel oftar, mæta í íþróttatíma í skólunum. Er ekki í lagi að meta þeirra framlag hjá íþróttafélaginu inn í matskerfi skólans og nota íþróttatímana frekar til að sinna þeim sem ekki stunda íþróttaæfingar og eiga hugsanlega við heilsufarsleg vandamál að stríða vegna hreyfingarleysis, en finna sig ekki í starfi hefðbundinna íþróttafélaga? Það er flötur sem alveg mætti skoða að mínu mati.
Heilsufar barna er að verða áhyggjuefni. Krakkar eru í allt of mörgum tilfellum hætt að fara "út að leika" þar sem þau hreyfa sig og eyða orku, en hafa þess í stað fært sínar tómstundir heim í stofu eða herbergi, fyrir framan tölvu eða sjónvarp.
Skólakerfið má ekki vera það stíft og niðurnjörvað að það megi ekki aðlaga það að breyttum aðstæðum. Offita og hreyfingarleysi barna- og unglinga eru eitt alvarlegasta heilsufarsvandamál sem við glímum við í dag og það á bara eftir að aukast verði ekkert að gert. Þið getið ímyndað ykkur ástandið þegar þessir krakkar verða orðin fullorðin, hvaða kvillar fara þá að herja á þau. Það verður að taka á þessu vandamáli strax.
Samvinna skóla og íþróttahreyfingar getur hér leikið lykilhlutverk - ásamt aðkomu foreldra, sem er í raun efni í annan pistil.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 7. júní 2007
Það á að fjölga íþróttatímum í grunnskólum
Hún er uggvænleg þróunin í líkamsástandi barna og ungmenna í dag. Margar rannsóknir þar sem hreyfing og neysluvenjur þessara hópa eru rannsakaðar ber saman um að krakkar séu að fitna. Hvoru tveggja er kennt um; skorti á nægilegri hreyfingu og mataræði.
Að mínu mati þarf hér að gera átak í samvinnu foreldra og skólayfirvalda. Það er ekki sjálfgefið í dag eins og áður var, að krakkar fari "út að leika" eftir skóla. Þau vilja miklu frekar fara í tölvuna eða horfa á sjónvarp í dag. Þetta er alkunna.
En hvað er hægt að gera? Að mínu mati er þetta vandamál heimilis og skóla, vandamál sem mér finnst lítill gaumur hafa verið gefinn, að öðru leyti en því að það vantar ekki rannsóknir og skýrslur um málið.
Það á að fjölga íþróttatímum í grunnskóla, það er það fyrsta. Það á að auka kennslu í heimilisfræði með sérstakri áherslu á hollt fæði og næringu. Fyrir utan nauðsyn þess að kenna krökkum að strauja föt, þvo upp og þrífa eftir sig. Sú kunnátta og þekking því miður á undanhaldi og margir krakkar þekkja ekki muninn á straujárni og atómsprengju.
En þetta er ekki nóg, foreldrar þurfa að sýna þessum málum áhuga og finna til ábyrgðar. Varla hefur fólk áhuga á því að ala börnin sín þannig upp að þau komi til með að eiga við stórkostleg heilsufarsvandamál að stríða sem fylgja offitu.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 7. júní 2007
Morðkvendið komið á götuna aftur!!
Það er eins gott að gæta sín núna, þessi stórglæpamaður orðinn laus aftur!!
París Hilton laus úr prísundinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 6. júní 2007
Líst ekki alveg á þetta
Allt í limbói hjá Arsenal þessa dagana. Wenger á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum og sterkur orðrómur um að Henry fari til Barca.
Wenger er orðinn holdgerfingur klúbbsins sem hefur ákveðin vandamáli í för með sér eins og þau hvað gerist ef hann fer. Ég er viss um að margir leikmenn, sérstaklega þessir ungu, hafa komið vegna hans og án hans verður erfitt að fylgja þessari stefnu að kaupa unga og tiltölulega óþekkta leikmenn og gera þá að alvöru körlum.
Hin leiðin er sú að kaupa þekktar stjörnur til liðsins eins og flest önnur lið hafa gert. En allt fer þetta eftir karlinum í brúnni. Wenger gæti staðið á tímamótum núna, hann gæti klárað síðasta árið sitt með Arsenal en ég held að ef menn vita að hann ætli að fara eftir næsta tímabil, verði of mikið rót á leikmannahópnum og menn nái ekki að finna sig út af óvissunni.
Vond staða, lykilatriði er að fá Wenger til að skrifa undir nýjan samning.
Fabregas með bakþanka vegna samningsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 5. júní 2007
Af knattspyrnulandsliðinu - Jolli, vertu þú sjálfur
Það hefur verið fróðlegt að fylgjast með umræðunni eftir landsleikinn dapra gegn Liechtenstein nú um helgina. Flestir eru sammála um að árangurinn var óásættanlegur. Upp hafa komið raddir um að þjálfarinn eigi að hætta og menn varpa nú fram allskonar spurningum um hæfi hans í þjálfarastólnum.
Knattspyrnumaðurinn Eyjólfur var sterkur á líkama og sál, hann bjó yfir gríðarlegu baráttuþreki og lagði sig 100% í þá leiki sem hann spilaði. Menn eru sammála um að sú virðing sem hann ávann sér náði langt út fyrir raðir knattspyrnumanna. Mér þótti það því spennandi kostur á sínum tíma þegar hann var ráðinn landsliðsþjálfari. Að hann gæti miðlað þessum einkennum sínum inn í landsliðið og smitað leikmenn af þeirri áræðni og yfirvegun sem einkenndu hann sem knattspyrnumann.
Það er gullin regla fyrir þjálfara að þeir eiga ekki að vera aðrir en þeir eru. Að vera ekki að taka þjálfunaraðferðir eða skapgerðir annarra þjálfara og heimfæra þær yfir á sig, heldur tína út það sem manni þykir áhugavert og aðlaga það sínum eigin karakter.
Kannski er Jolli orðinn of mikill þjálfari, kannski hefur hann fjarlægst uppruna sinn og karakter sem boðar ekki gott.
En burt séð frá því þá er Eyjólfur Sverrisson toppmaður og á stuðning minn allan. Við skulum sjá hvort að úrslitin gegn Svíum verði ekki hressileg, annað hvort gerist eitthvað óvænt, eða liðið heldur áfram á sömu braut.
Ég hlakka hins vegar til að sjá einhvern sprækan eins og Hannes Þ. t.d. taka sæti fyrirliðans á vellinu og þá fáum við að sjá hreyfanlega, baráttuglaðan og sterkan leikmann, rétt eins og við gerum kröfur um að landsliðsfyrirliðinn sé. Hann hefur bara verið á bölvuðu joggi hingað til og Palli Ragnars eða Árni Stefáns væru löngu búnir að sparka í rassgatið á honum!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Pælingar um ferða- og dægurmál
Tenglar
Ferðamál
Síður sem fjalla um ferðamál.
Bloggvinir
- Björgvin
- Björn Jóhann Björnsson
- Brynjar og Gurrý!
- Dunni
- Einar Bragi Bragason.
- Erla Einarsdóttir
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Gísli Torfi
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Gunnar Freyr Steinsson
- Heiðrún Björk Jóhannsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Rúnar Birgir Gíslason
- Sigurður Árnason
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Snorri Örn Arnaldsson
- Sólmundur Friðriksson
- Viktoría Rán Ólafsdóttir
- Þorleifur Ágústsson
- ÖSSI
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar