Færsluflokkur: Dægurmál
Þriðjudagur, 17. apríl 2007
Til hamingju KR og Benni!!
Einni skemmtilegustu úrslitakeppni sem sögur fara af í körfunni hér á Íslandi lauk í gærkvöldið þegar KR-ingar lögðu Njarðvíkinga í fjórða leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. KR-ingar lögðu grunninn að þessum árangri með því að sigra í Ljónagrifjunni í þriðja leiknum, nokkuð sem fáir áttu von á og svo er náttúrlega makalaust að vinna Íslandsmeistaratitil í leik þar sem liðið er ALDREI með forystu í venjulegum leiktíma. Benedikt Guðmundsson sýndi það og sannaði hversu snjall þjálfari hann er og með þennan hóp og Benna geta KR-ingar lagt drög að því að verða stórveldi í íslenskum körfuknattleik eins og þá sjálfa dreymir um. Til hamingju með titilinn.
Á laugardag lönduðu Haukastúlkur síðan Íslandsmeistaratitli í körfuknattleik kvenna. Ég horfði á leikinn og hreifst af báðum liðum sem þar áttust við. Munurinn á liðunum er sá að Keflavík á enga Helenu Sverrisdóttur sem er hreint út sagt ótrúlegur leikmaður. Hún er að sýna takta sem fáar eða engin íslensk körfuknattleikskona hefur sýnt hingað til. Hún er fjölhæfasti kvenleikmaður sem upp hefur komið á Íslandi og þá er ég á engan hátt að varpa skugga á Önnu Maríu Sveinsdóttur sem var (og er kannski enn ) frábær leikmaður, en ekki eins fjöhæf og Helena.
Áþreifanleg breyting hefur orðið í umgjörð og umfjöllun körfuboltans í vetur. Að vísu þróun sem hefur staðið yfir í nokkur ár, en sannarlega stökkbreyting í vetur. Þeir Hannes Jónsson formaður KKÍ og Friðrik Ingi Rúnarsson framkvæmdastjóri hafa þegar sett sitt mark á störf sambandsins, með aðstoð góðs fólks að sjálfsögðu, en þetta sýnir að leiðtoga- og starfsmannabreytingar hjá KKÍ voru tímabærar. Undir forystu Ólafs Rafnssonar tók KKÍ miklum og jákvæðum breytingum og með tvíeykið ógurlega Pétur Hrafn og Bjössa Leós vannst margt gott og þeir skiluðu verki á við marga starfsmenn. Á síðasta ári urðu svo þessar breytingar að Friðrik Ingi settist í framkvæmdastjórastólinn og Hannes S Jónsson varð formaður sambandsins.
Sérstaklega hefur fjölmiðlaumfjöllun verið mun betri í vetur en áður en þar hjálpast kannski að nokkrir samverkandi þættir. En gotta gó, ég held áfram með þennan pistil síðar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 16. apríl 2007
Af hverju eru starfsdagar kennara í leik- og grunnskólum ekki samræmdir!!??
Mér finnst það með ólíkindum að kennarar í grunnskólum og leikskólum geti ekki komið sér saman um að samræma starfsdaga sína, skipulagsdaga, eða þá daga sem þeir loka og gefa frí.
Sem dæmi að þá er leikskólinn lokaður hér á Króknum á miðvikudag vegna skipulagsdags og á föstudaginn er frí í grunnskólanum vegna starfsdags kennara. Þetta þýðir röskun á tveimur vinnudögum í stað þess að hægt væri að leysa málið á einum degi. Sumardagurinn fyrsti kemur þarna inn á milli og er almennur frídagur.
Þetta er ekkert einsdæmi, ég þekki til svona mála víða um land. Af hverju er þetta ekki samræmt, getur einhver sagt mér það?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sunnudagur, 15. apríl 2007
Fleiri myndir og fréttir af aurflóðinu
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 15. apríl 2007
Miklar aurskriður á Króknum - mikið eignatjón
Einn góður sagði við mig í morgun þegar ég stóð og virti fyrir mér afleiðingar aurskriðunnar, - fluttir þú ekki að vestan til að losna við þetta?
Farið hér inn og skoðið myndirnar sem teknar voru í morgun. Svakalegt dæmi alveg.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 13. apríl 2007
Lofthræðsla
Varð lofthræddur á Stórabeltisbrúnni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 13. apríl 2007
Af hverju er ég áhugalaus um greinaskrif frambjóðenda?
Ég sá áhugaverðan titil á blaðagrein um daginn. Hún fjallaði um málefni sem ég hef áhuga á. En þegar ég fór að skoða nánar hver var að skrifa, missti ég áhugann. Þetta var nefnilega frambjóðandi til Alþingis. Eflaust hinn mætasti maður, ekki spuring, en að hann skyldi vera að skrifa um þetta málefni sem frambjóðandi fannst mér gjaldfella greinina. Ef "X-fræðingur" hefði ritað téða grein, hefði ég eflaust lesið hana af áhuga.
Þetta hljómar kannski ósanngjarnt af minni hálfu, að ég skuli ekki gefa þessum tiltekna aðila tækifæri til að tjá sig um viðkomandi málefni. En af hverju sló þetta mig á þennan hátt? Var ég hræddur við að lenda í atkvæðagildru þessa einstaklings og láta spyrjast um mig að ég félli fyrir hans skoðunum? Eða hef ég bara minni trú á frambjóðendum við að tjá sig í aðdraganda kosninga ?
Greining óskast á þessum einkennum mínum.
Annars óska ég öllum góðrar helgar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 13. apríl 2007
Páll Vilhjálmsson
Ég lauk í gærkvöldi við að lesa bókina um Pál Vilhjálmsson eftir Guðrúnu Helgadóttur fyrir strákana mína. Snilldarbók eftir frábæran rithöfund. Ég man eftir Palla í sjónvarpinu hér í denn og fékk bókina í jóla- eða afmælisgjöf um það leyti og á hana enn. Hún er hins vegar orðin mjög slitin, hangir saman á teipi en mér þykir það vænt um hana að ég tími ekki að henda henni. Við vorum síðan stödd á bókamarkaði um daginn hér í Skagafirði og keyptum þá nýslegið eintak.
Strákarnir sem eru 6 og 8 ára hafa haft óskaplega gaman af sögunni, ekki síður en ég og við höfum oftsinnis allir þrír skellt upp úr. Helst fannst þeim fyndið annars vegar þegar verið var að útskýra fyrir þeim félögum Palla og Varða, að þegar fólk dæi færi það upp til Guðs. "Mig langar ekkert þangað", sagði Varði þá og þetta fannst þeim bræðrum ekkert smá fyndið.
Það ætlaði síðan allt um koll að keyra í gærkvöldi þegar Palli var að segja frá 1. maí göngu sem þeir félagarnir fóru í, en þá söng Varði Ryksugan á fullu á meðan allir aðrir sungu Öxar við ána. Þetta fannst þeim alveg meiriháttar og ég þurfti að lesa þessar setningar fyrir þá margsinnis.
Annars hef ég fundið mikla ánægju við að lesa fyrir strákana svona á kvöldin. Þetta eru afskaplega gefandi stundir og þeir hafa mjög gaman af þessu.
Ætli það verði ekki Salómon svarti sem verði næstur á dagskrá?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 12. apríl 2007
RSS straumar - hvernig í andsk..................!!
Ég er búinn að vera að reyna að koma rss-straumi inn á bloggið mitt. Getur einhver aðstoðað mig með hvernig á að gera það? Hef reynt að styðjast við hjálpina í kerfinu; búið til lista og sett inn rss slóðina og allt. Einnig farið í stillingar og fært RSS box yfir á virka svæðið en ekkert gerist.
AAARRRG!!!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 12. apríl 2007
Samtök heimfluttra/aðfluttra - raddir íbúanna
Ég hef mikið verið að velta fyrir mér hvort að grundvöllur væri fyrir því að stofan einskonar samtök þeirra sem eru aðfluttir eða heimfluttir hingað á Krók eða í Skagafjörð. Það er nefnilega þannig að það er hægt að koma málum á framfæri með ýmsum hætti. Ef við ætlum að koma því á framfæri hvað sé gott að búa hér er ekki sama hvernig það er gert og margir verða að koma þar að málum til að það megi teljast trúverðugt. Opinberir aðilar eins og sveitarfélagið geta komið mjög ábyrgum upplýsingum á framfæri og það er í raun hlutverk þess, en það hefur alltaf yfir sér auglýsinga-/kynningarásjónu sem að sjálfsögðu er gott mál samhliða. En það eru raddir fólksins sem býr hér sem mest er mark takandi á gagnvart fólki sem gæti hugsað sér að flytjast hingað búferlum. Hvort sem það eru "nýbúar" eða brottfluttir sem snúa vilja heim.
Þessi samtök, eða hópur, eða hvað menn vilja kalla þetta, geta haft starfsemi sína á bloggsíðu sem þessari og skipst á að skrifa inn á hana reynslusögur úr hinu daglega lífi sem allar eiga það sameiginlegt að lýsa hér hinu daglega lífi og ekki síst m.a. túlka ástæður þess að fólk ákvað að flytja hingað, hvort sem það var aftur eða í fyrsta skiptið.
Við sjáum hvað verður úr þessum pælingum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 10. apríl 2007
Allt að gerast í ferðaþjónustunni fyrir vestan
Bendi á tvær skemmtilegar fréttir á bb.is þar sem fjallað er um stóra og mikla uppbyggingu á ferðaþjónustu á Norðanverðum Vestfjörðum.
Klasaverkefnið "Sjávarþorpið Suðureyri" er mjög áhugavert verkefni sem gaman er að fylgjast með. Ég bloggaði um það hér og benti á heimasíðu verkefnisins.
En þessar fréttir má sjá hér:
Hvíldarklettur kaupir 22 sjóstangveiðibáta og 12 sumarhús
Framleiðsluvörur frá Suðureyri fá nýjan búning
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Pælingar um ferða- og dægurmál
Tenglar
Ferðamál
Síður sem fjalla um ferðamál.
Bloggvinir
- Björgvin
- Björn Jóhann Björnsson
- Brynjar og Gurrý!
- Dunni
- Einar Bragi Bragason.
- Erla Einarsdóttir
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Gísli Torfi
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Gunnar Freyr Steinsson
- Heiðrún Björk Jóhannsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Rúnar Birgir Gíslason
- Sigurður Árnason
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Snorri Örn Arnaldsson
- Sólmundur Friðriksson
- Viktoría Rán Ólafsdóttir
- Þorleifur Ágústsson
- ÖSSI
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar