Færsluflokkur: Dægurmál
Mánudagur, 14. júlí 2008
Málamiðlun innan Sjálfstæðisflokksins ekki ríkisstjórnarinnar
Held að Samfylkingin verði ekki tilbúin í þessa málamiðlun, því þetta myndi fresta því um mörg, mörg ár að þeirra markmið næðust að Ísland sækti um aðild að ES.
Held að þarna sé miklu frekar um að ræða málamiðlun innan Sjálfstæðisflokksins heldur en á milli stjórnarflokkanna.
Er þetta þá ekki þriðja röddin úr ríkisstjórninni um þessi mál?
Evruhugmynd ekki ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 10. júlí 2008
Allir alvöru menn eru með lögMENN á sínum snærum
Það dugar sumum ekki að vera með lögMANN, heldur þurfa þeir að vera með lögMENN.
Algengt tungutak hjá fólki sem berst svolítið á í samfélaginu, eins og það sé með hjörð lögmanna í kring um sig.
Ekki með aðgang að skjalageymslum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 9. júlí 2008
Sjálfstæðismenn gerast ólæsir og þjást af tímaskorti í fríinu!
Það fer um mann einhver kjánahrollur þegar maður stúderar viðbrögð sjálfstæðismanna við grein olnbogabarns þeirra Árna Johnsen um réttarkerfið og það allt.
Menn virðast ekki hafa haft tíma til að lesa greinina í sumarfríinu sínu, svo þétt er dagskráin.
Ég sá grein um daginn eftir Birgi Ármannsson og líklega hefur enginn þingmanna Sjálfstæðisflokksins haft tíma til að lesa hana heldur. Sigurður Kári skrifaði einhverja grein í sumar, sem enginn hefur trúlega heldur haft tíma til að lesa.
Leiðinlegt fyrir þá þingmennina ef þeir hafa ekki einu sinni tíma til að lesa það sem samflokksmenn þeir hafa að segja um þjóðfélagsmálin.
Hvað eru þeir eiginlega að gera í fríinu?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 7. júlí 2008
Atvinnubótavinna erlendra stúdenta
Væri ekki nær að þeir fengju sér alvöru vinnu, tækju sér hamar eða skóflu í hönd?
Hvar ærlar þetta ágæta fólk að drepa niður fæti núna? Mótmæli þeirra fóru ekki vel í íslensku þjóðarsálina og aðferðir þeirra alls ekki til að afla málstað sínum stuðnings.
Allt í lagi að mótmæla og koma sínu á framfæri, en að trufla almenning í sínu daglega amstri er ekki til þess að fólk fái samúð með málstaðnum.
Saving Iceland með aðgerðabúðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 3. júlí 2008
Gleymdi nokkrum atriðum í upptalningunni
Í upptalningu minni frá því í fyrradag um kosti þess að búa á Sauðárkróki/Skagafirði gleymdust nokkur mikilvæg atriði sem mér hefur kurteislega verið bent á. Á ég þó ekki við um fækkun framsóknarmanna eins og einhver góður benti mér á í athugasemdakerfinu, því þeim hefur ekkert fækkað hér alla vega.
.....þar sem gott skíðasvæðið í Tindastóli er aðeins um 12 mínútur í burtu.
.....þar sem góður golfvöllur er á Nöfunum fyrir ofan bæinn.
.....þar sem fjölda veiðivatna er að finna á Skaga í innan við hálftíma fjarlægð.
.....þar sem þú getur sparað hátt í 300 þúsund krónur árlega í minni bensínkostnað.
.....þar sem þú greiðir 80 þúsund í húsaleigu á mánuði fyrir 90 fermetra í búð í stað 180 þúsund króna í Reykjavík. Sparnaður á ársgrundvelli um 1.2 milljónir - það má gera eitthvað við það er það ekki?
Þetta var það sem ég vildi bæta við færslu mína frá því í fyrradag. Áhugasamir geta komið með fleiri kosti þess að búa á Sauðárkróki / Skagafirði í athugasemdakerfið.
Þetta var það sem ég vildi bæta við
Olían hækkar og hækkar í verði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 2. júlí 2008
Og fyrir þetta höldum við áfram að greiða!!
Skert þjónusta við landsbyggðina, ekkert annað.
Nú reynir á að héraðsmiðlarnir standi sig og efli sína starfsemi, það kemur að því að starfsemi svæðisstöðvanna verður lögð niður ég er viss um það. Það væri í takti við það sem gerist hjá stóru fyrirtækjunum, að skerða þjónustu úti á landi.
Ríkisútvarpið er allra landsmanna er manni sagt. Ég held að þeir ættu frekar að spara í mannahaldi í landsútsendingunum. Til hvers að hafa tvo í útsendingu á morgnana? Til hvers að vera með einhverja næturvakt langt fram á nótt um helgar?
Má ekki byrja þarna áður en farið er að skerða þjónustu svæðisstöðvanna?
Landsbyggðarfréttum fækkar hjá Ríkisútvarpinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 1. júlí 2008
Flytjið á Krókinn/Skagafjörð!!
......þar sem bíllinn þarf ekki að hreyfast langtímum saman og þú hefur nærri 300 þúsundum meira yfir árið í ráðstöfunartekjur ef þú átt venjulegan fólksbíl.
......þar sem stór einbýlishús með bílskúr kosta innan við 30 milljónir.
......þar sem þú þarft ekki að eyða 1-2 tímum í bílnum þínum á dag.
......þar sem engin umferðarljós trufla mann í ferðum innanbæjar.
......þar sem hægt er að byggja upp starfsstöðvar og taka starfið með sér, ef um þannig starf er að ræða.
......þar sem börnin geta gengið frjáls og óháð um sitt umhverfi án þess að foreldrarnir þurfi að hafa áhyggjur.
......þar sem falleg náttúra er í göngufæri og fjölmargar fallegar gönguleiðir.
......þar sem hægt er að veiða silung í fjörunni og dorga á bryggjunni.
......þar sem finna má folöld og lömb á vorin í göngufæri.
......þar sem Reykjavík er aðeins í 3.5 tíma akstursfæri og Akureyri í klukkutíma fjarlægð.
......þar sem fjölmargir útivistarstaðir eru innan við klukkutíma í burtu.
......þar sem íþróttaaðstaða er mjög glæsileg og starfsemi íþróttafélaga í blóma.
......þar sem menningarstarfsemi er mikil.
......þar sem ljósleiðari verður kominn inn á öll heimili innan tveggja ára og háhraðanet komið í dreifbýli.
......þar sem atvinnulíf er fjölbreytt og byggist ekki á einni ákveðinni atvinnugrein.
......þar sem fjármagn verður til og er varið í ýmis samfélagsleg verkefni.
......þar sem koltrefjaverksmiðja mun rísa innan fárra ára sem skapar allt að 50-60 manns atvinnu.
......þar sem Nýsköpunarmiðstöð mun senn opna starfsstöð.
......þar sem Skýrr er með öfluga starfsstöð og leitar stöðugt að fleira starfsfólki.
......þar sem öll skólastig má finna frá leikskóla til háskóla.
.......þar sem Árskóli kom best út í Pisa-könnuninni af öllum skólum á landinu.
......þar sem finna má hesta út um allt.
......þar sem eyjarnar setja sterkan svip á útsýnið.
......þar sem góða heilbrigðisstofnun má finna með fullkominni heilsugæslu og endurhæfingarprógrammi á landsmælikvarða.
......þar sem heitt vatn er nýtt til að auka lífsgæði íbúa.
og
......þar sem ísbirnir koma stundum á land og krydda tilveru okkar.
Einhverju er ég að gleyma, en lífsgæðin hér eru mikil, umhverfið barnvænt og fjölbreytt mannlíf og það allt hjálpar til að gera bæinn minn að yndislegum griðarstað fjölskyldunnar.
Eldsneytisverð hækkar á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Mánudagur, 30. júní 2008
Betur borgið innan Evrópusambandsins en utan?
Hvet ykkur til að lesa þessa frétt á RUV. Hún segir frá því að Ísland fái ekki undanþágu frá reglum um að flugfélög þurfi frá árinu 2012 að kaupa heimildir til útblásturs gróðurhúsalofttegunda.
Þarna er um stóralvarlegt mál að ræða fyrir flugrekstur í landinu. Svo virðist sem menn hafi flotið sofandi að feigðarósi, ekki fóru að berast fréttir af þessu máli fyrr en fyrir nokkrum vikum síðan og því hallast ég að því að menn hafi ekki gætt hagsmunanna nægilega vel í vinnsluferli þess, sem trúlega hefur tekið lengri tíma en það hefur verið hér í opinberri umræðu.
Klárlega að þessi skattur fer beint út í verðlagið.
Er þetta ein sönnun þess að við eigum að sækja um aðild að Evrópusambandinu? Getum við ekki haft mun meira um afdrif svona mála að segja ef við erum virkari þátttakendur í stefnumótuninni? Hefðum við frekar fengið undanþágu ef við hefðum verið með í þessu ferli frá upphafi sem aðildarþjóð?
Hér er bara um gríðarlega hagsmuni að ræða og ef við förum að reka okkur á fleira af þessari stærðargráðu, held ég að hagsmunum okkar væri betur borgið innan sambandsins en utan, höfum allavega tækifæri til þess að hafa meiri áhrif á málin verandi í Evrópusambandinu.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 24. júní 2008
Hin mörgu andlit ísbjarna
Hvítabjörninn á Kili var hestur og meintur björn á Skaga var kind.
Ég er alla vega feginn að menn telji sig hafa vissu fyrir þessu, því eins og ég hef marg oft áður sagt, er ég ekki hrifinn af þessum skepnum hér í túnfætinum hjá mér.
En kannski er þetta ekki búið, þeir voru jú þrír í draumnum hjá Sævari á Hamri!!
Björninn væntanlega rolla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 23. júní 2008
Þetta fer nú að verða gott bara................
Ég held að hér séu engir sérstakir áhugamenn um ísbjarnarkomur, ekki lengur í það minnsta.
Hins vegar væri þetta á staðfesting á því að Sævar á Hamri sé berdreyminn. Það er því kannski best að klára þessa þrennu bara svo að lífið geti farið að ganga sinn vanagang.
Hvítabjörn á Skaga? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Pælingar um ferða- og dægurmál
Tenglar
Ferðamál
Síður sem fjalla um ferðamál.
Bloggvinir
- Björgvin
- Björn Jóhann Björnsson
- Brynjar og Gurrý!
- Dunni
- Einar Bragi Bragason.
- Erla Einarsdóttir
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Gísli Torfi
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Gunnar Freyr Steinsson
- Heiðrún Björk Jóhannsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Rúnar Birgir Gíslason
- Sigurður Árnason
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Snorri Örn Arnaldsson
- Sólmundur Friðriksson
- Viktoría Rán Ólafsdóttir
- Þorleifur Ágústsson
- ÖSSI
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar