Færsluflokkur: Íþróttir
Mánudagur, 26. desember 2011
Jóladagur góður PR-dagur fyrir NBA
Sá síðustu mínúturnar í þessum leik og hrósa Chicago liðinu fyrir frábæran varnarleik undir lokin.
Annars held ég að NBA-deildin hafi unnið aðeins til baka álit almennings eftir lock-outið í haust og byrjun tímabils, magnaður jóladagur og fullt af flottum leikjum þó Celtics hafi tapað fyrir Knicks.
Annars sakna ég þess enn og aftur að við skulum ekki fá að sjá meira af Euroleague bolta eða háskólabolta hér á Íslandi. Vissulega hægt að sjá þetta á netinu en ég er alla vega ekki ennþá búinn að fá sama fíling við að horfa á boltann í tölvunni og á sjónvarpsskjánum, en það kemur kannski.
Ævintýrasigur Chicago gegn Lakers | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 30. ágúst 2008
Alheimsmarkaðsvæðing NBA, beit hún kanana í skottið?
Ég er að kynna mér aðeins það sem kallast upp á enska tungu "sport marketing" eða bara markaðssetningu íþróttastarfs og íþróttaviðburða. Það er mjög gaman að lesa um NBA-ævintrýrið og hvernig markaðsáætlanir þar hafa gengið upp.
David Stern setti sér það markmið að gera NBA að alheimssöluvöru þegar hann varð commissioner 1984. Hann vann áætlanir um kynningu á deildinni og sölu á ýmsum NBA varningi út um allan heim og þetta átti að verða eitt risastórt skemmtibatterí.
Einn af forkólfum NBA lýsti því þannig að þegar Stern tók við þurfti hann venjulega að eyða fyrstu 20 mínútunum á fundum sínum með mögulegum styrktaraðilum að leikmenn NBA væru ekki allir á ólöglegum lyfjum eða vímuefnum. Þannig var staðan þegar þessi stórhuga snillingur tók við. Hann er ekki óumdeildur en markaðssetning hans á NBA hefur verið ævintýri líkust. Hann dró íþróttina úr svaðinu og gerði hana að skemmtisirkusi.
En allir sem fylgjast með vita hvernig staðan er, NBA deildin er gríðarlega vinsæl um allan heim auk þess sem körfuboltinn einn og sér hefur gríðarlega marga iðkendur, eða um 450 millijónir.
Menn segja að afleiðing þessarar alheimsvæðingar NBA-deildarinnar sé gríðarleg fjölgun útlendinga í deildinni og að hámarkinu hafi verið náð þegar Bandaríkjamenn yfirburðamenn í íþróttinni á heimsvísu, töpuðu bæði Ólympíu- og heimsmeistaratitlum til annarra þjóða 2004 og 2006. Með öðrum orðum, markaðssetning NBA á heimsvísu varð til þess að Bandaríkjamenn misstu það íþróttalega forskot sem þeir höfðu haft í körfunni um áratugaskeið og jafnvel frá upphafstímum íþróttarinnar.
Þetta er mjög athyglisvert ef maður lítur á þetta út frá markaðslegum forsendum. Að markaðsáætlunin hafi verið svo góð á heimsvísu að hún hafi haft getuleg áhrif á þessa "ósigrandi" körfuboltaþjóð.
Hins vegar hafa kanarnir tekið sig saman í andlitinu aftur og frammistaða þeirra á Ólympíuleikunum sýnir að þeir eru farnir að taka þessar alheimskeppnir mjög alvarlega og ætla ekki að láta slá sig út af laginu aftur. Nú hafa þeir tekið skref framúr aftur og nú er spurning hvað aðrar þjóðir gera í framhaldinu. Spánverjar stóðu nú reyndar rækilega í þeim í úrslitaleiknum og á HM eftir tvö ár verða Ricky Rubio og Marc Gasol orðnir tveimur árum eldri og þá verður gaman að fylgjast með.
En það eru þessi markaðsmál sem mér finnst gaman að skoða og velta fyrir mér og þetta markaðsbatterí "NBA" er alveg ótrúlega magnað.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 19. ágúst 2008
Frábært fyrir íslenskan körfubolta
Þetta eru sannarlega óvænt tíðindi og gleðileg. Trúlega er Jón Arnór með klausu sem segir að hann geti farið til atvinnumannaliðs ef gott boð berist, enda hefur hann sýnt það og sannað að hann getur leikið með þeim bestu í Evrópu. Kannski eru þeir báðir með slíka klausu. Nú fer landsliðið á fullt með þá innanborðs og kannski það veki athygli á þeim.
En fyrst og síðast eru þetta frábærar fréttir fyrir íslenskan körfuknattleik sem er í mikilli framför um þessar mundir. Liðin eru að styrkja sig hvert af öðru og ég hlakka til næsta tímabils.
Hef líka trú á því að mínir menn í Tindastóli verði með sómasamlegt lið sem geti komist í úrslitakeppnina, býst við þeim sterkari í vetur en í fyrra.
Jón Arnór og Jakob til liðs við KR | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Miðvikudagur, 18. júní 2008
How sweet it is!!
Þvílík tilfinning!!
Boston orðnir meistarar í 17 skiptið og í fyrsta skipti síðan 1986. 22 ára titlaþurrð á enda. Upphafið af einhverju meiru? Vonandi.
Óbreyttur mannskapur og þjálfarinn hafa alla burði til þess að vera á þessum slóðum næstu 3-4 árin.
Til hamingju allir Boston menn á Íslandi, bæði þeir sem fylgt hafa liðinu í gegn um súrt og sætt og eins hinir sem komu út úr skápnum aftur!!
Yfirburðir Boston - 17. meistaratitillinn í höfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 09:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 16. júní 2008
Ég sagði að það yrði skemmtilegra að vinna þetta á heimavelli
Hvort sem það endar 4-2 eða 4-3 þá klára mínir menn seríuna og verða meistarar!!
Vá ég hélt að mér myndi ekki endast ævin til að segja þetta einu sinni!!
Erum nógu ungir og heimskir til að sigra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 13. júní 2008
106 leikir á 7 og hálfum mánuði!!
Já það fór eins og ég spáði að Celtics tækju einn leik í LA. Ég er hins vegar ekki viss um að þeir klári seríuna þar, enda miklu skemmtilegra að vinna titilinn á heimavelli. Hins vegar þegar staðan er orðin þessi gæti það orðið hættulegt að tapa fimmta leiknum og fara með stöðuna 3-2 aftur heim til Boston. Menn eru því ekkert að leika sér að þessu.
Ég spáði þessu einvígi 4-2, hvort það var af tillitssemi við Lakers aðdáendur þori ég ekki að fullyrða, en ég held mig við þá spá.
Þetta tímabil er draumur í dós fyrir okkur Boston aðdáendur. Ég átti satt best að segja ekki von á því að það tækist að slípa liðið saman á þessu tímabili en Doc Rivers hefur sýnt snilli sína sem þjálfari, það er ekki spurning. Það eru að mínu mati þrjú atriði sem skipta gríðarlegu máli í árangri vetrarins:
- Stjörnurnar þrjár sem leika með Boston eru með höfuðið rétt skrúfað á hausinn. Þeir gera sér grein fyrir því að ef þeir ætla að ná árangri, verða þeir að vinna saman og í þeirra huga skiptir ekki máli hver þeirra skorar mest, aðeins sú staðreynd að liðið vinni.
- Það liggur ekki fyrir öllum þjálfurum að stjórna liði með þremur ofurstjörnum. Flestir eiga í hinu mesta basli með að stjórna liði með tveimur ofurstjörnum. Við munum nú bara að þegar Antoine Walker og Paul Pierce voru helstu vonarstjörnur Celtics, voru leikirnir oft eins og skotkeppni á milli þeirra. Vandi þjálfara í þessari stöðu er að búa öllum hlutverk sem þeir sætta sig við og er í leiðinni árangursvænt fyrir liðið. Þeir Pierce, Garnett og Allen hafa sýnt frábæra samvinnu og meðtekið sín hlutverk af heilindum. Ég held því reyndar fram að síðan þríeykið ógurlega; Bird, McHale og Parish voru á gólfinu í gamla Boston garðinum, sé saga þeirra svo sterk í herbúðum liðsins að nútíma stórstjörnur eins og þríeykið í dag, geta ekki annað og vilja ekki annað en starfa í þeim anda sem þeir gömlu skópu. Doc Rivers hefur búið til umhverfi þar sem allar þessar stjörnur geta fundið eitthvað við sitt hæfi og fyrir það fær hann stórt og mikið hrós.
- Í þriðja lagi vil ég nefna framlag varamannabekksins. Mér er það til efs að Boston hafi haft eins sterkan bekk og þeir hafa nú. Posey, House, Powe, Glen Davis, Tony Allen og nú síðar gömlu kempurnar PJ Brown - sem reyndist ansi stórt tromp og Sam Cassell, hafa stutt þríeykið með frábæru framlagi af bekknum og tryggt að þó þeir hvíli lúin bein, heldur liðið sjó og það er ákaflega dýrmætt.
Ég gæti bent á hlut Rajon Rondo sem ekkert allt of margir vissu hver var fyrir tímabilið, en hann hefur sannarlega komið sterkur inn í leikstjórnandastöðuna og jafnvel tekið yfir leiki þegar svo ber undir og hann er sannarlega maður framtíðarinnar.
Mig langar að benda á það í lokin að Boston hefur þegar spilað 106 leiki síðan deildin hófst 2. nóvember eða á 7 og hálfum mánuði, ca 225 dögum, sem þýðir 14 leikir að meðaltali í mánuði eða lækur nær annan hvern dag. Það er rosalegt álag.
4-2 og ég mæti í vinnuna í Bird-treyjunni minni!!
Frækinn sigur Boston í Staples Center | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 6. júní 2008
Mikilvægur sigur í fyrsta leik!
Ég skal fúslega viðurkenna það að ég vakti ekki í nótt til að sjá leikinn. Er ennþá að jafna mig á svefnleysi aðfaranótt miðvikudagsins þegar við keyrðum heim frá Keflavík eftir Tenerifedvölina.
En við aflestur frétta um leikinn rifjaðist upp fyrir mér svipað atvik og Paul Pierce lenti í í nótt. Larry Bird var kominn á seinni hluta ferils síns þegar þeir spiluðu í úrslitakeppninni á móti Indiana. Gamli rotaðist í leiknum við að skutla sér á eftir lausum bolta. Hann var studdur í búningsklefann og nokkrum mínútum síðar kom karlinn inn í Boston garðinn á nýjan leik og þakið ætlaði að rifna af gamla kofanum.
Það er skemmst frá því að segja að hann átti stórleik eftir þetta og vann leikinn fyrir þá grænu. Sjá nánar með því að smella HÉR, þetta er topp 10 play-off frammistaða hjá Bird. Þetta atvik er nr. 6.
Sýnist svipað hafa verið uppi á teningnum í nótt.
Vörnin vinnur titla er sagt, Celtics tapa kannski tveimur leikjum og klára þetta 4-2.
Meiðsli Pierce hvetja Boston til sigurs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 09:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 21. maí 2008
Það er enginn þreyttur í úrslitakeppni!
Mínir menn flottir í nótt. Ég var skíthræddur við þennan leik, því Detroit eru sannarlega engir aukvisar í faginu og höfðu vikuhvíld á bakinu. Hins vegar þegar komið er í úrslitakeppni er enginn þreyttur.
Þetta er það sem þetta gengur út á, að spila og spila og aftur spila. Hugarfar leikmanna sem staddir eru á vegferð til árangurs og meistaratignar, er þess eðlis að menn finna ekki fyrir þreytu. Það kemur enginn leiði í mannskapinn þegar lið eru að berjast um stærsta titil í körfubolta félagsliða í heiminum.
Ég var að reikna það út að segjum að Boston fari alla lið í úrslitaviðureignina og spili 7 leiki í öllum umferðum úrslitakeppninnar, erum við að tala um 110 leiki, 82 á keppnistímabilinu og 4x7 leiki í úrslitakeppninni. Það er svakalegt álag á tímabili sem stendur yfir frá nóvemberbyrjun og þangað til í júní. 13 leikir að meðaltali í mánuði! Svakalegt álag.
En þetta eru atvinnumenn og það er svo miklu skemmtilegra að spila heldur en að æfa.
Eftir þennan fyrsta leik hef ég trú á mínum mönnum.
Engin þreytumerki á Boston | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 13. maí 2008
Karfan.is - til eftirbreytni
Þeir félagar sem standa að vefsíðunni karfan.is, fengu heiðursverðlaun fyrir umfjöllun sína um körfubolta á lokahófi KKÍ um síðustu helgi. Eru þeir vel að þessum heiðri komnir en heiðurinn er sannarlega okkar körfuboltaáhugamanna að þeir skuli leggja frítíma sinn og sjálfboðavinnu í að mata okkur á fréttum og viðtölum úr körfuboltaheiminum.
Vefsíðan hefur vakið athygli langt út fyrir raðir körfuknattleikshreyfingarinnar og er hún gott dæmi um það hvað hægt er að gera ef menn eru ósáttir við litla umfjöllun sinnar íþróttar. Blaðamenn af öðrum miðlum hafa einnig nýtt sér þjónustu körfunnar.is enda er uppfærsluhraði og áreiðanleiki upplýsinga sem þar má finna, mjög mikill.
Körfuknattleikshreyfingin hefur ávallt verið í fararbroddi við nýtingu kosta internetsins til að flytja fréttir og tölfræðiupplýsingar til síns fylgisfólks og vefsíðan karfan.is er enn eitt skrefið sem stigið er í þessu sambandi.
Beinar vefútsendingar hafa verið í gangi hjá nokkrum félögum undanfarin ár, með Breiðablik og Eggert Baldvinsson þar fremsta í flokki, en fleiri félög eins og KFÍ og KR, hafa fylgt á eftir og með bættum háhraðatengingum á þessi þjónusta bara eftir að eflast og vaxa. Draumurinn er sá að geta sest fyrir framan tölvuna þegar spilað er í úrvalsdeildunum, farið á eina yfirlitssíðu og valið sér leiki þar til að fylgjast með live.
Síðasta útspilið eru síðan beinar tölfræðiútsendingar sem reyndar voru í úrslitakeppninni og nutu gríðarlega vinsælda. Sú framsetning á upplýsingum byggist enn og aftur á sjálfboðaliðastarfi og grasrót hreyfingarinnar.
Að horfa á leikinn live í einum glugga á vafranum og verið með tölfræðina uppfærða í rauntíma í öðrum glugga er auðvitað draumastaðan.
Körfuknattleikshreyfingin er ekki rík að fjármunum, en hún er rík af fólki sem vill íþróttinni vel, rík af eldheitum áhugamönnum sem eru tilbúnir að leggja frítíma sinn í að auka vegsemd íþróttarinnar og það er það sem við lifum á.
Heiðursviðurkenning körfunnar.is, er okkur öllum hvatning sem störfum í þágu körfuboltans og megi síðan vaxa og dafna sem aldrei fyrr. Ég óska stjórnendum hennar innilega til hamingju með viðurkenninguna sem þeir eru sannarlega vel að komnir.
myndina tók Snorri Örn Arnaldsson. Smellið á hana til að sjá hana stærri.
Íþróttir | Breytt 14.5.2008 kl. 09:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 10. maí 2008
Arsenal-blogg 2 - næsta tímabil
Jæja þá er komið að vangaveltum um næsta tímabil hjá Arsenal. Ég vil þó halda því fram eftir talsverða yfirlegu að eftirfarandi ástæður hafi legið að baki því að liðið missti flugið í deildinni í vetur:
Meiðsli þeirra Van Persie, Rocisky og Eduardo, Afríkuferð Toure, skortur á leiðtogahæfileikum fyrirliðans og Almunia í markinu frekar en Lehman. Þetta er mín prívat skoðun.
Wenger hefur sagt það lykilatriði að halda núverandi leikmannahópi saman. Ég er innilega sammála því og þó Flamini hafi dottið úr skaftinu verður að ná að halda hinum inni. Á þessari stundu eru þó ennþá vangaveltur um að Hleb sé að fara, en ég á ekki von á því satt best að segja.
Leikaðferð.
Mér hefur fundist það ákaflega spennandi kostur fyrir Arsenal að spila 4-5-1. Með alla þessa fljótu og sókndjörfu miðjumenn og með svona líkamlega sterkan senter eins og Adebayor finnst mér það ákaflega freistandi fyrir Wenger að halda sig við þá leikaðferði. Ímyndið ykkur þessa miðjulínu frá vinstri: Van Persie, Rosicky, Gilberto (fyrir framan vörnina), Fabregas og Walcott (Hleb?). Ég hef nefnilega þá trú að á fimm manna miðju geti Gilberto alveg skilað einu góðu tímabili í viðbót, ef ekki gæti Diaby tekið varnarmiðjustöðuna og skilað henni með sóma.
Markvarðarstaðan.
Almunia, Fabianski og Mannone. Ég veit ekki hvað skal segja hérna. Þrátt fyrir að Almunia hafi spila vel á síðasta tímabili finnst mér hann ekki hafa þannig nærveru að hann eigi að vera aðalmarkvörður í stórliði eins og Arsenal. Hann þarf alla vega eitt topptímabil til að sannfæra mig. Arsenal á að vera með landsliðsmarkvörð í sínu liði, af hvaða þjóðerni sem það er. Seaman og Lehman sem vörðu markið áratugum saman leyfi ég mér að segja voru þannig leikmenn. Fabianski er kannski framtíðarmarkvörður, ég vona það, en það á allt eftir að koma í ljós.
Vörnin.
Heilt yfir er ég mjög sáttur við hina fjóra fræknu í vörninni; Sagna, Toure, Gallas og Clichy. Afríkukeppnin fór þó illa í Toure en það verður engin slík keppni á næsta tímabili. En það eru leikmennirnir sem eiga að bakka þessa félaga upp sem ég hef meiri áhyggjur af. Eins og Senderos getur spilað frábærlega sbr. AC Milan leikina, getur hann verið eins og algjört þvaghænsni inn á milli. Liðinu vantar því þriðja áreiðanlega miðvörðinn í hópinn að mínu mati, einhvern sem hægt er 100% að treysta á. Song hefur skilað miðvarðarstöðunni í þessum leikjum sem engu máli skipta nú undir lokin, en ég hef efasemdir með hann, hann hefur einhvern veginn alltaf farið í taugarnar á mér, veit ekki af hverju. Traore og sauðnautið Eboue sem maður býst við á hverri stundu að taki gott karatespark í andstæðinginn bara út af því hversu heimskur hann er, geta vel bakkað bakverðina upp. Þannig að ég panta hér einn klassa miðvörð í hópinn. Mín spá er sú að Wenger haldi sig við þessa fjóra kappa sem sinn fyrsta kost.
Miðjan.
Ég er sammála þeim sem hafa tjáð sig hér á bloggi mínu um að liðinu vanti kantmenn sem geti skorað. Hleb er greinilega vanari stærri mörkum í Hvíta-Rússlandi og alveg fyrirmunað að skora í mörkin á Englandi. En ég vildi sjá Van Persie taka vinstri kantinn og Walcott þann hægri og þá er liðið komið með gríðarlega sókndjarfa og snjalla kantmenn og með Rosicky, Fabregas og Gilberto/Diaby inni á miðri miðjunni erum við að tala um flotta miðju.
Ef karlinn heldur sig við fjóra miðjumenn vildi ég sjá Rosicky úti vinstra megin og Walcott úti hægra megin en þá er Gilberto orðinn of hægur til að geta verið inni á tveggja manna miðju og Diaby er ekki alveg orðinn klár þar að mínu mati og því þurfum við að kaupa hér.
Mín óskamiðja frá vinstri; Van Persie, Rosicky, Gilberto, Fabregas, Walcott.
Senterar.
Ekki flókið í sjálfu sér, Adebayor er okkar skæðasti senter nú um stundir og á enn eftir að bæta sig að mínu mati. Bendtner er að koma sterkur upp líka og svo eru það náttúrlega Van Persie og Walcott sem geta spilað senterinn líka, en ég vil sjá þá á sókndjarfri miðju. Þá eigum við Gilberto inni en enginn veit hvernig hann kemur undan meiðslunum blessaður karlinn.
Óskasenter; Adebayor. Tveir óskasenterar; Adebayor og Van Persie.
En þetta eru bara vangaveltur. Ég er á því að það vanti sterkan miðvörð og sterkan miðjumann ef AW ætlar að halda sig við fjögurra manna miðju en ég bið hann um að skoða það alvarlega að fara í fimm manna miðju og vera með þá Van Persie og Walcott úti á köntunum. Ég mun bjalla í karlinn og ræða þetta við hann við tækifæri.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 16:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Pælingar um ferða- og dægurmál
Tenglar
Ferðamál
Síður sem fjalla um ferðamál.
Bloggvinir
- Björgvin
- Björn Jóhann Björnsson
- Brynjar og Gurrý!
- Dunni
- Einar Bragi Bragason.
- Erla Einarsdóttir
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Gísli Torfi
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Gunnar Freyr Steinsson
- Heiðrún Björk Jóhannsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Rúnar Birgir Gíslason
- Sigurður Árnason
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Snorri Örn Arnaldsson
- Sólmundur Friðriksson
- Viktoría Rán Ólafsdóttir
- Þorleifur Ágústsson
- ÖSSI
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar