Annasöm helgi - nema hvað?

Jæja gott fólk. Smá fréttir að norðan um það sem við höfum verið að bardúsa síðustu daga.

Nýtt eldhús leit dagsins ljós á föstudaginn og erum við bara helv... ánægð með útkomuna. Panellinn á bak við klæðningarnar reyndist bara svona ljómandi fínn og hann setur skemmtilegan svip á eldhúsið. Við máluðum allt saman og settum síðan nýjar höldur á alla skápa, höldur sem við erum búin að flytja með okkur frá Svíþjóð og síðar frá Ísafirði. Keyptum þær í Turkish house verslun í Stokkhólmi.

Var að argast í morgun í tryggingakallinum hjá VÍS um að drífa nú í að klára kjallarann, steypa nýtt gólf í stað þess sem var ónýtt og steypa í götin sem þurfti að grafa til að laga biluðu lögnina. Síðan verður tekist á um það hvort að ónýt klæðning í kjallaranum sé afleiðing af umræddum leka og höldum við fast í að svo sé.

Stína tengdó kom í heimsókn um helgina og sló í gegn að venju. Mætti á svæðið vopnuð saumavél sem kólnaði lítið um helgina. Hún gerði við ónýt hné og klof á buxum, græjaði forláta prjónapils sem hún prjónaði á Guðnýju og var bara í aksjón frá því hún kom og þangað til hún fór. En það svo sem skiptir ekki máli hvað hún gerir, heldur aðallega að hún bara komi og eyði smá tíma með okkur. Elduðum lambalæir og naut á laugardagskvöldið og gamli kom í mat. Við Stína tókum svo úr einni rauðvín yfir heimildarmyndinni um Jón Pál. Mér fannst myndin mjög skemmtileg og talsvert önnur sýn á karlinn en maður hafði hér í denn. Krakkarnir höfðu gaman af því að horfa á skemmtikraftinn Jón Pál, enda var hann það fram í fingurgóma. Líklega höfum við íslendingar ekki gert okkur grein fyrir því hversu dáður hann var erlendis fyrr en þessi mynd kom fram.

Á sunnudaginn fórum við í að flytja ömmu gömlu á milli hæða á dvalarheimilinu. Hún flutti af dvalarheimilinu þar sem sjálfbjarga fólk dvelur og upp á hjúkrunardeildina þar sem hún verður í umönnun allan sólarhringinn. Hún var eiginlega orðin hálf ófær um að sjá um sig sjálf hvað mat og drykk varðar og var farin að gleyma að taka lyfin líka. Þá er eiginlega kominn tími á að gera eitthvað í málinu og okkur tókst að sannfæra hana um það. Fínt herbergi sem hún fékk og við náðum að gera það bara mjög vistlegt. Sú gamla var frekar neikvæð í gær en þakkaði okkur samt afskaplega vel fyrir þetta allt saman þegar við kvöddum hana. Nú er bara eitt herbergi á milli hennar og mömmu og mér hlýnar svolítið að vita af því, því amma var ekkert alltaf í standi til að fara upp og heilsa upp á mömmu.

Í gærkvöldi brá síðan svo við að við hjónin gátum sest niður í rólegheitunum þegar krakkarnir voru farnir að sofa og horft saman á sjónvarpið. Það fullyrði ég að hafi ekki gerst síðan við fluttum og var býsna kærkomið. Gretti fannst tími kominn á þetta líka og kom sér vel fyrir á milli okkar. En það var hann vanur að gera fyrir vestan þegar ró var komin á húsið, að kúra með okkur í sófanum og fá klapp og klór með reglulegu millibili.

Hilsen


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælingar um ferða- og dægurmál

Höfundur

Karl Jónsson
Karl Jónsson
Áhugamaður um ferðamál og einn af eigendum Lamb Inn á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Veturinn er fallegur á Íslandi
  • ...img_9430
  • 20080519083320623
  • Lokahof04_SOA1
  • Lokahof04_SOA

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband