Ráðherra skoðar biðraðir - nýir möguleikar í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu

Kristjáni Möller var boðið að skoða biðraðir í Garðabæ í gærmorgun sbr. frétt á Eyjunni http://eyjan.is/blog/2008/04/28/kristjan-moller-bodid-ad-skoda-bidradir-i-gardabae/ 

Hér með skora ég á ferðamálayfirvöld á höfuborgarsvæðinu að gera sér mat úr þessu og markaðssetja biðraðir fyrir okkur landsbyggðarfólkið.

Við viljum kynna landsbyggðina sem kyrrlátt umhverfi með fallega náttúru sem hægt er að njóta, en á móti getur höfuborgarsvæðið markaðssett biðraðaferðir fyrir okkur, þar sem við fáum að skoða biðraðir úr lofti sem af landi og jafnvel upplifa stemninguna sem fylgir því að vera fastur í biðröð.

Hér um Hvítasunnuna ætla bændur að Syðri Höfdölum og Hótel Varmahlíð að bjóða upp á sauðfjárferðir norður í Skagafjörð, það er það sem við höfum m.a. upp á að bjóða í upplifunarferðamennsku.

Biðraðaferðir í borgina eru næsti stórsmellur höfuðborgarsvæðisins í ferðaþjónustu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælingar um ferða- og dægurmál

Höfundur

Karl Jónsson
Karl Jónsson
Áhugamaður um ferðamál og einn af eigendum Lamb Inn á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Veturinn er fallegur á Íslandi
  • ...img_9430
  • 20080519083320623
  • Lokahof04_SOA1
  • Lokahof04_SOA

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 816

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband