Færsluflokkur: Dægurmál
Mánudagur, 21. maí 2007
Watson skemmir málstaðinn
Líst vel á þetta, stöðva glæpamanninn áður en hann nær Íslandsströndum. Hann veðjar eflaust á stuðning þeirra sem eiga hagsmuna að gæta en þetta er ekki rétta aðferðin.
Sammála því sem fram kemur í þessari áskorun, bæði að Íslendingar fyllist þjóðernisstolti ef menn beiti glæpsamlegum aðferðum gegn hvalveiðum og líka því að ég held að þeim fækki óðum sem telji það þjóna einhverjum tilgangi að veiða hvali.
Málið er að vinna áróðursstríðið hér á heimavelli og sýna fram á með vönduðum málflutningi að hvalveiðar skipti ekki það miklu máli að það þjóni tilgangi að standa í veiðunum.
Hvalaskoðunarsamtökin vilja að Watson hætti við aðgerðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 21. maí 2007
Fólk á rétt á því að búa þar sem það vill
Það verður fróðlegt að sjá hvað ný ríkisstjórn hefur á prjónunum varðandi landsbyggðina og byggðastefnu okkur til handa. Það er mál sem ekki má gleymast í samningaviðræðum flokkanna um málefnaskrá.
Jöfn tækifæri óháð búsetu, er slagorð Samfylkingarinnar sem lesa má á vef þeirra. Þar er tæpt á ýmsum málum og nú er komið að því að breyta þessum frösum og slagorðum í raunverulegar aðgerðir.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 21. maí 2007
Flottustu hlutirnir mínir
Það er eitt það hallærislegasta sem ég sé þegar fólk er að telja upp uppáhalds hlutina sína í blöðum og tímaritum. Það er kannski ágætis lestur sem slíkur, en þegar koma þarf því rækilega á framfæri hvað allt kostar, verður þetta alveg ótrúlega hallærislegt.
GSM-sími, Nokia - 50.000 krónur. Stóll úr flottustu (ljótustu?) húsgagnabúð í Reykjavík - 34000 krónur, Úr Raymond Weil, eða amma'ns - 65000 krónur. Gönguskór dýrasta og flottasta sort, 45000 krónur. Ekkert smá hallærislegt.
Af hverju þarf að taka fram hvað allt kostar? Er það til að sýna okkur pöpulnum hvað þetta fólk sé ríkt og hafi efni á dýrum hlutum? Eða ertu bara ekki maður með mönnum nema að þessir hlutir kosti formúgu fjár ogþ ú þurfir að setja allt á Visa rað til að meika þetta?
Efnishyggjan er að komast á alvarlegt stig þegar við þurfum að láta alla vita af því hvað hitt og þetta kostar. Ég grobba mig af því hvað hlutirnir sem ég kaupi eru ódýrir. Vá hvað ég hlýt að vera hallærislegur.
Og svona í lokin, þá eru þetta uppáhaldshlutirnir mínir:
Kaffibolli úr Góða hirðinum - 100 krónur
Skór úr Sappos - 1000 krónur
Súpuskál úr skranbúð í Stokkhólmi - 400 krónur
Tappatogari úr Tiger - 400 krónur
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 16. maí 2007
Suðs við förum!
Jæja, við tókum þá ákvörðun áðan hjónin að skella okkur suður á bóginn. Fara á Skagann í kvöld og gista þar og halda síðan áfram í borg óttans á morgun. Hitta vini og vandamenn og bara leika okkur fjölskyldan. Fara í húsdýragarðinn á laugardaginn og skemmta okkur áhyggjulaus. Það er orðið allt of langt síðan við gerðum það síðast og síðustu vikur og mánuðir verið ansi strembnir. Við teljum okkur því eiga það inni að gera þetta.
Þannig að Suðvestlendingar varið ykkur á sveitinni sem er á leið suður.
Bloggið fer þá í hvíld þangað til á mánudaginn.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 14. maí 2007
Kosningar eru hátíð barnanna
Já eins skrýtið og það hljómar þá eru kosningar að mörgu leyti hátíð barnanna. Ég geystist á milli kosningaskrifastofa með börnin á laugardaginn og þar á bæ hittu þau gjafmilt fólk sem gaukaði að þeim barmmerkjum, pennum og blöðrum og krakkarnir alsæl. Þau meta það úr frá gjafmildi og fegurð gjafanna hvaða flokkur sé nú bestur og sýndist sitt hverjum. Framsóknarkaffið heillaði þau upp úr skónum, barmmerkin hjá Sjálfstæðisflokknum og pennarnir hjá Samfylkingunni voru líka flott og nú svífa um húsið blöðrur í öllum regnbogans litum.
Svona eru kosningarnar í huga barnanna og gott að tengja eitthvað jákvætt við þær svona snemma, því það er ekki hvar sem er sem fólk hefur þann rétt að geta kosið.
Niðurstöður kosninganna komu ekkert sérlega á óvart og í samræmi við skoðanakannanir síðustu dagana fyrir kosningar.
Ég skil samt varla hvað Framsóknarflokkurinn er að hugsa með að ætla að fara í ríkisstjórn enn og aftur. Það er alveg ljóst að flokkurinn þarf á algjörri hreinsun að halda innan frá og það verða einhver læti og það er ekki gott þegar flokkur þarf að ganga í gegn um slíkt, að eiga sæti í ríkisstjórn, ég get bara ekki séð það. Og ekki hafa þeir mikið að bjóða það er alveg á hreinu og ekki fá þeir marga ráðherra. Hverjir fá þá ekki stóla? Verður Siv kastað út eins og venjulega? Missir Magnús stól á kostnað varnarsigurs Valgerðar í NorðAust? Jón Sig og Guðni verða pottþétt ráðherrar og ég veðja á Valgerði sem þriðja ráðherrann. Held að Framsókn geti varla treyst á fleiri stóla. Annars er Magnús búinn að standa sig vel í erfiðu ráðuneyti og það yrði sjónarsviptir af honum.
En það er svo sem ekki búið að kvitta undir neitt ennþá, þetta gæti farið á hvorn veginn sem er, en ljóst að Geir Haarde hefur alla þræði í hendi sér. Mín óskastjórn er ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, frjálslynd velferðarstjórn, en við sjáum til.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 11. maí 2007
Pabbi gamli sjötugur í dag
Mig langar til að nota þennan vettvang til að óska föður mínum til hamingju með 70 ára afmælið í dag.
Í kvöld verður veisla honum til heiðurs á Sunnuhvoli, nautasteik og tilheyrandi. Mamma verður síðan sjötug þann 3. júlí n.k. og þá verður aftur slegið upp gleðskap af einhverju tagi.
En til hamingju með daginn elsku pabbi, mér þykir vænt um þig gamli pungur og vonast til að njóta samveru við þig lengi í viðbót.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 11. maí 2007
Til hvers að taka þátt í Eurovision - Ísland á ALDREI eftir að komast upp
Niðurstaðan í Eurovisionkeppninni í gærkvöldi eru ekki bara vonbrigði heldur endurspeglar hún líka þá staðreynd að Ísland á ALDREI eftir að komast upp úr undankeppninni, ef fjöldi laga frá A-Evrópu verður slíkur sem hann var í gær.
Þetta snýst ekki um gæði tónlistar því þarna fóru inn lög sem bæði voru slök og þar sem söngurinn var hreinlega rammfalskari en nokkur réttarsöngur í Skagafirði. Búgaría sem dæmi, fyrsta lagið, var hrein hörmung og ég vorkenndi stelpugreyinu gaulandi rammfalskt þarna á sviðinu. En bíddu við, af því að Búlgaría er umlukin vinveittum þjóðum þá að sjálsögðu komust þeir áfram. Niðurstaðan er að þau komust ekki áfram á gæði lags eða flutnings.
Danir og Norðmenn áttu sína fulltrúa þarna og Danskurinn var svo illa falskur líka að það var hreinlega ekkert skrýtið að hann kæmist ekki áfram. En Norðmenn með fínt lag og góðan flutning komust heldur ekki áfram.
Það er maðkur í mysunni og það er vert að spyrja sig hvort að það sé þess virði að eyða tugum milljóna til að keppa í keppninni úti. Höldum frekar góða keppni hér heima hér eftir sem hingað til en látum þar við sitja.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 10. maí 2007
Kosninga- og júróvisjónhátíðir framundan
Það er óhætt að segja að það séu skemmtilegir tímar framunda. Tónlistaráhugamaður eins og ég hef alltaf haft gaman af Evróvisionkeppninni og þegar krakkarnir hafa svona gaman af þessu líka myndast skemmtileg fjölskyldustemning í kring um þennan viðburð. Ég man það í fyrra að krakkarnir spiluðu evróvisiondiskinn fram eftir öllu sumri og voru farin að kunna mörg lög utan að, að sjálfsögðu án þess þó að vita um hvað þau voru að syngja, en það er nú önnur saga.
Ég man eftir skemmtilegum evróvisionleik sem ég fór í á Ísafirði í góðra vina hópi hjá Rúnari Rafnssyni sem var mixermaður og sérlegur aðstoðarmaður okkar í 80's ballprógramminu í hljómsveitinni Eidísi. Þá fengum við blað þar sem við áttum að gefa hverju lagi einkunn frá 1-10. En það var ekki bara lagið sem átti að fá einkunn, heldur líka söngurinn, búningarnir og sviðsframkoman. Stigin voru svo talin saman og þá kom í ljós í hvaða sæti lögin röðuðust. Spurning um útfærslu á þessum leik í undankeppninni í kvöld.
Þó held ég að ef Eiríkur kemst ekki áfram verði spennan hjá mér ívið minni á laugardaginn, og mun ég þá spennast upp fyrir kosningaúrslitin fyrr en óhætt gæti talist. Og ég er reyndar mjög svartsýnn á að Ísland komist áfram, atkvæðagreiðslan er eitthvað dularfull og skiptir engu máli þó lagið sé gott eður ei.
Ég er algjört kosninganörd, ég er þessi týpa sem skrifa niður nýjustu tölur og spái og spekúlera í þeim þangað til þær næstu koma.
Þannig að þegar allt er tekið saman, verður veisla næstu daga. Góða skemmtun!!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 10. maí 2007
Fjarnám - þvílík snilld, prófdagur í dag
Ég sit hérna fyrir framan tölvuna mína og bíð eftir að próf í áfanganum Rekstur smáfyrirtækja hefjist í Háskólanum á Hólum. Það opnar á netinu kl. 09.00 og verður opið til kl. 10.30.
Fyrir þá sem ekki vita þá stunda ég fjarnám í ferðamálafræði vði Háskólann á Hólum. Ég var í nokkur árin búinn að leita fyrir mér að námi sem gæti hentað mér, bæði mínu áhugasviði og því daglega lífi sem ég lifi í dag. Ég datt síðan niður á þetta nám í fyrra og skráði mig til leiks í haust og sé ekki eftir því. Ég er mikill áhugamaður um ferðaþjónustu, vann um árabil á Hótel Stykkishólmi og fannst það mjög skemmtilegt. Ég hef hug á því að fara út í sjálfstæðan rekstur einn góða veðurdag og þá er alveg ljóst að þetta nám kemur til með að styðja mig vel í því.
Hægt er að taka fyrsta árið í fjarnámi og eftir að því er lokið getur maður útskrifast með svokallaða diplomagráðu. Hún gefur mér t.d. réttindi staðarvarðar, hefi ég áhuga á því. En ég þarf að taka verknám líka og stefni á að gera það næsta sumar.
Námið er mjög hagnýtt. Mér býðst í diplomanáminu að taka t.d. kúrs í bókhaldi, rekstri smáfyrirtækja, markaðsfræði og allt yfir í göngustígagerð. Síðan skipar umhverfisfærði veglegan sess í málinu og þar fær maður að kynnast málefnum umhverfisins og lærum um skipulag ferðaþjónustunnar á Íslandi.
Ég mæli hiklaust með þessu námi, það er vel skipulagt og vel fram sett fyrir okkur fjarnema og með skipulagningu gengur þetta allt upp með fullri vinnu og stóu heimili. Nánari upplýsingar má sjá hér.
En nú ætla ég að hella meira kaffi í bollann, setja mig í stellingar og skella mér í prófið.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 8. maí 2007
Valgerður búin að tapa kosningunum í hjarta sínu
Yfirlýsing Valgerðar um að Framsóknarflokkurinn fari ekki í ríkisstjórn verði kjörfylgið með þeim hætti sem skoðanakannanir lýsa þessa dagana, hefur vakið nokkra athygli. Ekki verða svona úrslit gott veganesti fyrir nýja formanninn að taka með sér í flokksstarfið eftir kosningar.
Ég held að Valgerður sé búin í hjarta sínu að tapa kosningunum og sætta sig við dapra niðurstöðu því hún er með plan. Hún getur þá með góðri samvisku gagnrýnt núverandi forystu flokksins og hrundið af stað hallarbyltingu. Þar ætlar hún sér veglegan sess hef ég trú á. Hún er farin að hugsa um lífið eftir kosningar. Það væri erfiðara að gera hallarbyltingu ef flokkurinn væri í ríkisstjórn og honum mikið í mun að halda andlitinu þar.
En ef Framsóknarflokkurinn ætlar einhvern tímann að ná sínu "gamla og góða" fylgi, verða þeir að endurnýja kynni sín við grasrótina í flokknum sem þeir hafa yfirgefið og traðkað á undanfarin ár. Hvort Valgerður sé rétta manneskjan í það skal ósagt látið, en ég er viss um að hún gerir atlögu að flokksforystunni verði niðurstaðan slök.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Pælingar um ferða- og dægurmál
Tenglar
Ferðamál
Síður sem fjalla um ferðamál.
Bloggvinir
- Björgvin
- Björn Jóhann Björnsson
- Brynjar og Gurrý!
- Dunni
- Einar Bragi Bragason.
- Erla Einarsdóttir
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Gísli Torfi
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Gunnar Freyr Steinsson
- Heiðrún Björk Jóhannsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Rúnar Birgir Gíslason
- Sigurður Árnason
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Snorri Örn Arnaldsson
- Sólmundur Friðriksson
- Viktoría Rán Ólafsdóttir
- Þorleifur Ágústsson
- ÖSSI
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar