Færsluflokkur: Dægurmál
Mánudagur, 5. febrúar 2007
14 tapleikir í röð hjá Boston
Já það er erfitt að vera Boston-aðdáandi þessa dagana. Liðið á sínu slakasta tímabili svo lengstu menn muna var annað eins. En þetta á sér allt sínar skýringar. Mikil meiðsli hafa verið í herbúðum liðsins og ekki síst hafa lykilmenn misst mikið úr.
Helsta stjarnan Paul Pierce er aðeins búinn að spila 24 leiki af 45 og Wally Szczerbiak aðeins 27 af 45. Ofan á þetta meiddist ein af helstu rísandi stjörnum liðsins, Tony Allen einnig, þannig að þetta hefur verið erfitt.
En stjarna er fædd, Al Jefferson, ungur pungur sem er að koma gríðarlega sterkur inn.
Nú er þetta einungis spurning um að enda tímabilið eins illa og mögulegt er til að eiga sem flestar kúlur í leikmannalotteríinu í vor. Það væri í raun ekki dónalegt að fá að velja nr. eitt og ætla ég að fara að skoða þá leikmenn sem verða í pottinum.
En svona fyrir þá Celtics aðdáendur sem farnir eru að missa trúnna, skal á það bent að eitthvað jákvætt hefur verið við öll töpin þeirra í vetur. Það helsta má finna í ágætri samantekt hér.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 5. febrúar 2007
Menn telja endalaust kílómetrana til Reykjavíkur
Já það er ekki ofsögum sagt að hvarvetna telji menn kílómetrana til Reykjavíkur og geri allt sem í þeirra valdi stendur að ná þeim niður.
Það nýjasta í þessu eru vangaveltur um veg yfir Kjöl sem Norðurvegur hefur sett fram sem yfirlýst markmið sitt. Má ætla að verði þetta að veruleika, veikist staða byggðar í Húnavatnssýslum enn frekar, en margir þar um slóðir byggja sitt lífsviðurværi á þjónustu við ferðalanga.
Á Vestfjörðum voru menn svo uppteknir af því að telja kílómetrana til Reykjavíkur að þeir sáu ekki kostina við það að setja vegaframkvæmdir á milli norður- og suðursvæðanna í forgang og stækka þannig markaðssvæði Vestfjarða og opna á milli samvinnu og samskipti vestfirðinga innbyrðis.
Verði þessi Kjalvegur að veruleika er spurning til hvaða mótvægisaðgerða menn geta gripið varðandi byggð í Húnavatnssýslum og hugsanlega víða.
Það eru tvær hliðar á öllum málum og það sannast í þessu tilfelli.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 5. febrúar 2007
Samvinna ferðaþjónustuaðila
Eitt af því sem aðilar ferðaþjónustunnar geta gert mun meira af sér til hagsbóta, er að vinna náið saman hver með öðrum. Svokölluð klasaverkefni eru tilvalin leið fyrir slíka samvinnu, þar sem fyrirtæki sem sameiginlegra hagsmuna eiga að gæta efna til samvinnu á einhverjum sviðum.
Sumir halda því fram að ein af þeim ástæðum fyrir því hversu arðsemi er lítil í greininni enn sem komið er hér á landi, sé sú að fyrirtækin eru of mörg og of lítil. Tökum sem dæmi afþreyingarfyrirtæki á afmörkuðu svæði. Við erum kannski að tala um 5-6 fyrirtæki sem hvert um sig býður upp á mismunandi afþreyingu. En markaðsmál sem dæmi, eru klárlega hlutur sem þessi fyrirtæki geta unnið saman í. Með því að markaðssetja sig sameiginlega geta þau nýtt fjármagnið til markaðsmála mun betur en hvert í sínu horni.
Að ekki sé talað um að þau hreinlega sameinist í eitt mun stærra afþreyingarfyrirtæki. Þá væri hámarkshagræðingu náð. Allir héldu sinni atvinnu þar sem þeir sem hafa rekið þessi smærri fyrirtæki hafa yfirleitt sjálfir staðið í brúnni og stjórnað afþreyingunni sjálfri, en slagkraftur þessara fyrirtækja yrði mun meiri í einu stóru fyrirtæki sérstaklega hvað markaðssetningu varðar, bókhaldsmál of fleira.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 1. febrúar 2007
Umræður á Alþingi um frumvarp vegna sjóstangveiðibáta
Nú er verið að fjalla um á Alþingi okkar Íslendinga, frumvarp til laga sem setur sjóstangveiðibáta undir hatt fiskveiðistjórnunarkerfisins. Það er sjávarútvegsráðherra sem leggur það fram.
Helsta röksemd hans er að með þessu geti eigendur bátanna selt aflann sem veiðimenn nýta sér ekki og þar með fengið inn auknar tekjur fyrir sína starfsemi t.d. eftir sjóstangveiðikeppnir. En þessir bátar þurfi kvóta samt sem áður.
Þeir sem gagnrýna frumvarpið segja að hérna sé um skemmtibáta að ræða og nær væri að setja lög um veiðar slíkar báta í staðinn fyrir að setja þett inn í kvótakerfið og að nálgast eigi málið út frá hagsmunum ferðaþjónustunnar og skemmtibátaveiða. Og að það sé í raun engin þörf fyrir frumvarpið.
Ráðherra er einnig spurður að því hvaðan þessi krafa kemur að setja þurfi þetta inn í kvótakerfið. Menn eru sammála um það að það sé ekki krafa ferðaþjónustunnar, heldur þykjast vissir um að það sé LÍÚ sem hafi krafist þess að reglur verði settar um þessar veiðar.
Víst er að sjóstangveiði fyrir ferðamenn er ört vaxandi ferðaþjónustuútvegur og að mínu mati á þessi tegund ferðamennsku aðeins eftir að aukast.
Er virkilega þörf á þessu? Maður spyr sig.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 31. janúar 2007
Stefnumótun í ferðaþjónustu í Skagafirði
Sveitarfélagið Skagafjörður hefur nú birt á heimasíðu sinni stefnumótun í ferðaþjónustu. Var stefnumótunin unnin af Ferðamáladeild Háskólans á Hólum. Í desember 2005 var gefin út skýrsla um stöðu ferðaþjónustunnar í Skagafirði sem ferðamáladeildin vann sömuleiðis. Hvort tveggja er áhugaverð lesning.
Í stefnumótuninni er m.a. bent á nauðsyn þess að fyrirtæki í skyldum rekstri vinni saman í klösum og verður seint hamrað nóg á því að menn vinna betur saman en hver í sínu horni. Ferðaþjónustuaðilar verða að vakna og læra að nýta sér styrkleika samvinnunnar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 31. janúar 2007
Athyglisvert verkefni á Suðureyri
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 31. janúar 2007
Mun blogga meira um ferðamál
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 29. janúar 2007
Ég vil Jón Baldvin aftur!!
Gamla goðið fór á kostum í Silfri Egils í gær. Það var unun að horfa og hlusta á það sem hann hafði fram að færa. Hann lét Samfylkinguna heyra það og munið að hann "var sendur" eða ákvað að stíga af stóli til þess að draumurinn um sameiningu jafnaðarmanna verða að veruleika. Þótti of umdeildur til að leiða slíkan flokk eftir að kommarnir væru komnir þangað inn. Helvítis kommarnir, sem fengu sínu framgengt og eru að slátra þessum draumi okkar jafnaðarmanna og það innanfrá.
Meira síðar.
Hilsen
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 25. janúar 2007
Áskriftarsjónvarp
Ég hef verið að velta áskriftarsjónvarpsstöðvum mikið fyrir mér upp á síðkastið. Sér í lagi Stöð 2 og Sýn. Ef ég kaupi báðar sjónvarpsstöðvarnar fæ ég einn myndlykil og það er ekki hægt að horfa á nema aðra þessa stöð í einu. Ég get hins vegar leigt mér aukalykil sem getur leyst þetta vandamál, en það kostar að sjálfsögðu peninga.
Er eitthvað réttlæti í því að kaupa sér tvær sjónvarpsstöðvar og geta ekki fengið fullan aðgang að þeim? Er réttlætanlegt að kaupa aðgang að tveimur sjónvarpsstöðvum en geta aðeins horft á aðra í einu og ekki sett hina í önnur sjónvörp í húsinu?
Ég segi nú bara eins og einn ágætur bloggari hér í þessu samfélagi:
Þegar stórt er spurt.....
Hilsen
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 24. janúar 2007
Akureyri í dag
Við ætlum að skreppa nokkrir á Akureyri í dag og skoða ljósleiðaramál þar. Þar er frumkvöðull sem hefur lagt ljós í bænum og reyndar víða. Við þurfum að skoða helst allt sem að þessu kemur og meta reynslu annarra og læra af henni líka.
Fór reyndar á Akureyri í fyrradag til að sækja Hauk. Gömlu í Holtateig sóttu hann á völlinn og hann var svo syfjaður af bílveikitöflunni sem hann fékk fyrir flugið að hann svaf í eina tvo tíma þangað til ég kom.
Kom þá við í Tónabúðinni og keypti mér trommusett. Ætlaði reyndar að kaupa mér ýmsa fylgihluti á gamla settið, en þegar upphæðin var komin upp í 45 þúsund og nýtt Pearl-sett á tilboði kostaði 75 þúsund og var með öllu því sem mig vantaði, þá var það ekki spurning. En ég er nú ekki vanur að eiga dýr áhugamál, ekki er ég í skotveiði, ekki er ég í stangveiði og ekki er ég í snjósleðasporti eða einhverju sem kostar hellings pening. Þetta er bara spurning um gott sett í kjallarann og þá er ég glaður.
Já handboltinn er á fullu þessa dagana. Íþróttalegt afrek unnið í fyrradag með sigri á Frökkunum. Svona geta íþróttirnar verið, en það þarf réttan kall í brúnna til að rífa menn upp og það hefur Alli frændi svo sannarlega. En nú byrjar þetta fyrir alvöru, leikur við Túnis sem spilar óútreiknanlegan handbolta og þá gæti illa farið ef menn eru ekki á tánum.
Tindastóll hefur átt góða daga í úrvalsdeildinni upp á síðkastið, hafa unnið tvo síðustu leiki sína, gegn Þór í Þorlákshöfn og ÍR hér heima í fyrradag. Nú fer maður að kíkja á fleiri leiki, því nú fer þetta að vera spennandi og spurning um að komast í úrslitakeppnina og í hvaða sæti menn ná þar og svo framvegis.
Annars vona ég að allir eigi bara góðan dag og kveð í bili.
Hilsen
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Pælingar um ferða- og dægurmál
Tenglar
Ferðamál
Síður sem fjalla um ferðamál.
Bloggvinir
- Björgvin
- Björn Jóhann Björnsson
- Brynjar og Gurrý!
- Dunni
- Einar Bragi Bragason.
- Erla Einarsdóttir
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Gísli Torfi
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Gunnar Freyr Steinsson
- Heiðrún Björk Jóhannsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Rúnar Birgir Gíslason
- Sigurður Árnason
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Snorri Örn Arnaldsson
- Sólmundur Friðriksson
- Viktoría Rán Ólafsdóttir
- Þorleifur Ágústsson
- ÖSSI
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar